Monday, September 25, 2017

Jóhann Hjartarson genginn í Víkingaklúbbinn

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson er genginn í félagið. Óþarfi er að rekja glæsilegan feril kappans, en sigurinn á millisvæðamótinu í Ungverjalandi 1987 og sigurinn í áskorendaeinvíginu við Victor Korchnoi standa uppúr. Ritstjórinn/liðstjórinn hlakkar til að vinna með Jóhanni, en þeir voru síðast saman í sömu skáksveit árið 1981 þegar Taflfélag Reykjavíkur-NV varð Íslandsmeistari skákfélaga. Einnig voru Jóhann og liðstjórinn saman í liði Álftamýraskóla sem varð Norðurlandameistari í skólaskák árið 1979 og 1980 sællar minningar.  Framundarn eru skemmtileg verkefni eins og Íslandsmót skákfélaga, þar sem Víkingar stefna á toppbaráttu í 1. deild 

Jóhann Hjartarson, Wikipedia hér:
Skákir Jóhanns hér:



No comments:

Post a Comment