Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2460 eló) er genginn til
liðs við Víkingaklúbbinn. Hann hefur undanfarin ár verið liðsmaður Taflfélags Reykjavíkur,
en þar á undan var Jón Viktor í Taflfélagi Bolungarvíkur. Jón Viktor sem hefur einn áfanga að stórmeistaratitli og varð
Íslandsmeistari í skák árið 2000 og var í sigurliði Íslands á Ólympíumóti undir
16 ára á Kanaríeyjum árið 1995. Fimm sinnum varð hann Norðurlandameistari í
skólaskák en einnig hefur hann unnið titilinn Skákmeistari Reykjavíkur nokkrum
sinnum. Jón Viktor varð alþjóðlegur
meistari árið 1997 þá 17 ára gamall.
Víkingaklúbburinn býður Jón Viktor velkominn til leiks.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment