Monday, March 12, 2018

Íslandsmót skákfélaga 2018, pistill formanns

Deildarkeppnin í ár var sú tíunda sem Víkingaklúbburinn tók þátt í, en það var 12. október 2007 sem klúbburinn hóf þáttöku í 4. deild í fyrsta skipti.  Upp kom sú hugmynd að halda örlítið upp á tímamótin.  Skruppum til Tyrklands á evrópukeppni taflfélaga, sem þjappaði liðinu saman og fengum svo aukin liðstyrk fyrir Íslandsmótið.  Fyrstur kom Björn Þorfinnson og þar á eftir Jón Viktor Gunnarsson, en þeir vissu ekki einu sinni hvað var í vændum, því rétt áður en hausta tók, var norðurlandameistarinn Jóhann Hjartarson mættur og að lokum kom Jón L. Árnason fyrrum heimsmeistari unglinga.  Það var því ljóst að Víkingar myndu keppu um gullið í fyrsta skipti í þrjú ár.  Síðari hluti deildarkeppninnar í ár, var hins vegar haldið í skugga fráfals Stefáns Kristjánssonar stórmeistara sem lést stuttu áður keppnin hófst, en hann var félagi í Víkingaklúbbnum árin 2012-14.

1. deild.

A-liðið var með 6. vinninga forskot eftir fyrri hluta keppninnar, en það var ljóst að 1. borðsmaðurinn Gajewski átti ekki tök á að vera með í seinni hlutanum og því var Úkraínumaðurinn Pavel Eljanov fenginn í hans stað.  A-liðið stóð sig frábærlega í keppninni og það var ekki fyrr en í síðustu umferð sem vélin tók að hiksta, en þá vorum við að keppa við Huginn.  Viðureignin tapaðist með minnsta mun, en til allra gæfu höfðum við þegar tryggt okkur titilinn fyrir síðustu umferð.  Þeir Kveinys á 3. borði og Artur Jakubiec á 5. borði, sem báðir hefðu unnið allar skákir sínar, töpuðu báðir í síðustu umferð.

Úrslit í 1. deild hér: 

3. deild.

Baráttan í 3. deild var ekki eins spennandi, en markmiðið var að vinna hana líka.  Við náðum að vinna allar viðureignirnar þar til kom að síðustu umferð gegn Huginn c, en þar sluppum við með skrekkinn og náðum að halda jöfnu eftir miklar sviptingar.

Úrslit í 3. deild hér:

4. deild.

C-liðið varí mikilli baráttu um efstu sætin.  Því miður tapaðist mikilvæg viðureign gegn Skagamönnum í síðustu umferð fyrri hluta keppninnar.  Við náðum að vinna okkur til baka og síðasta umferð var æsispennandi, þar sem UMSB var komið upp fyrir okkur og 4. sætið blasti við, en Jónas nokkur Jónasson á 3. borði náði að vinna sína skák á síðustu metrunum, en hefði skákin farið jafntefli hefði c-liðið endað í 4. sæti, en við náðum að komast fram fyrir Garðabæ-b með þessum frábæra varnarsigri og enduðum með silfrið.  D-liðið okkar stóð sig með sóma, en í því liði voru margir ungir og efnilegir skákmenn, með reyndari skákmenn og efstu tveim borðunum.

Úrslit í 4. deild hér:

Niðurstaðan var því nokkuð góð, eða tvö gull og eitt silfur sem verður að teljast nokkuð góð uppskera.  Það skal viðurkennast núna að markmiðið var sett á að vinna þrjá bikara sem hefði hugsanlega tekist hefðum við náð góðum úrslitum gegn Taflfélagi Akranes í 3. umferð.  Það skal taka fram að Víkingaklúbburinn hefur aldrei náð að vinna 2. deild.  Víkingar hafa þrisvar unnið 1. deild, tvisvar 3. deild og tvisvar 4. deild.  Við höfum því að einhverju að stefna á næstu árum.

Frétt um mótið á skak.is hér:


































No comments:

Post a Comment