Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu fimmtudaginn 15. mars. (ekki á miðvikudegi vegna Reykjavík Open) Tefldar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, auk þess sem þrjár efstu stúlkur og þrír efstu Víkingar fá verðlaunapening. Allir keppendur fá páskaegg, en hámarksfjöldi þátttakenda er 40.
Barna og unglingaæfingar Víkingaklúbbsins verða vikulega á miðvikudögum fram á sumar.
ATH: Nauðsynlegt er að skrá sig (nafn og fæðingarár) til að tryggja þátttöku.
Skráning á mótið fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)
Heimilisfang hér:
Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment