Íslandsmót barnaskólasveita 4-7 bekk fór fram síðasta mánuði í Rimaskóla. Krakkar úr Víking telfdu með nokkrum sveitum, m.a Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Ingunnarskóla. Breiðagerðisskóla stóð sig frábærlega og náði 5. sætinu með kornungt lið. Einar Dag (2009) á fyrsta borði og Gunnar Jóhannsson (2010) á þriðja borði. Af öðrum athyglisverðum árangri má benda á að Andri (2007) úr Fossvogsskóla náði 6 vinningum af sjö á 1. borði, sem og Hersir Haraldsson (2009) úr Ingunnarskóla sem náði sama vinningshlutfalli á fyrsta borði. Þessir fjórir skákmenn hafa tekið stórstigum framförum á síðasta ári.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment