Sunday, March 31, 2019

Barna Blitz og næstu æfingar

Barna æfingar verða með hefbundnu sniði næstu miðvikudaga og næst á dagskrá verður hin árlega undakeppni fyrir Reykjavík barnablitz í Víkinni.  Frí vegna páskaviku verður svo 17. april og einnig fellur niður æfing 1. mai.  Það stóð til að hafa barnablitz á þriðjudegi, en frá því hefur verið horfið.

Undankeppni fyrir Reykjavík Barna Blitz verður miðvikudaginn 3. april kl. 17.15 í Víkingsheimilinu
Tefldar verða sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. þrír efstu komast í úrslitin sem verða tefld verða samhliða Reykjarvíkurskákmótinu í Hörpu, sem fram fer 8-16 april.  Úrslitin fara fram í Hörpu laugardaginn 13. april.  Til mikils er að vinna því einungis sextán keppendur fá þátttökurétt á sjáfri úrslitakeppninni, þar af eru þrír frá móti Víkingaklúbbsins.  Hin félögin í Reykjavík (og nágrennis) sem halda undanrásir eru "væntanlega" Skákdeild Fjölnis, Taflfélagið Huginn, Taflfélag Reykjavíkur og jafnvel fleirri félög utan Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar um keppnina hér:
Úrslit á barnablitz 2018 í Víkingsheimilinu hér:

Næstu miðvikudagsæfingar:

3. april:  Barnablitz
10. april:  æfing
17. april:  pásksafrí
24. april:  æfing
1. mai:  frí
8. mai:  æfing
15, mai: æfing
22. mai: æfing
29. mai:  Vormót Víkingaklúbbsins

No comments:

Post a Comment