Saturday, September 19, 2009

Úrslit Meistaramótsins

1 Óli B. Þórs, 6.5 VÍKINGAKLÚBBURINN

2 Tómas Björnsson, 6 VÍKINGAKLÚBBURINN

3-4 Sigurður Daði Sigfússon, 5 TR

Stefán Sigurjónsson, 5 VÍKINGAKLÚBBURINN

4-6 Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.5 VÍKINGAKLÚBBURINN

Sigurður Jón Gunnarsson, 4.5

7-9 Friðrik Þjálfi Stefánsson, 4

Ólafur Gísli Jónsson, 4

Páll Andrason, 4

10-14 Elsa María Kristínardóttir, 3.5

Unnar Þór Bachmann, 3.5

Jóhann H. Ragnarsson, 3.5

Kristján Örn Elíasson, 3.5

Birkir Karl Sigurðsson, 3.5

Óskar Haraldsson 3.5 VÍKINGAKLÚBBURINN

16 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, 3

17-20 Ingi Þór Hafdísarson, 2

Jón Úlfljótsson, 2 VÍKINGAKLÚBBURINN

Gunnar Ingibergsson 2 VÍKINGAKLÚBBURINN

Finnur Kr. Finnsson, 2

21 Björgvin Kristbergsson, 1

22 Pétur Jóhannesson, 0.5

Thursday, September 17, 2009

Úrslit Meistaramótsins

Víkingaklúbburinn gerði innrás í fimmtudagsæfingu TR, en Meistaramót félagsins var haldið samhliða æfingunni. Svo skemmtilega vildi til að af fyrstu fjörum mönnum mótisins voru þrír Víkingar. Ólafur B. Þórsson sigraði glæsilega á mótinu, en annar var Tómas Björnsson. Í þriðja til fjórða sæti voru svo Gunnar Freyr og Stefán Þór Sigurjónsson. Nánar úrslit koma síðar. Ólafur B. Þórsson er því Meistari Víkingaklúbbsins í skák árið 2009.


Tuesday, September 15, 2009

Meistaramót Víkingaklúbbsins í hraðskák

Meistaramót Víkingaklúbbsins í hraðskák verður haldið með fimmtudagsæfingu hjá TR, 17 sept kl. 20.00. Víkingaklúbburinn gerir innrás á fimmtudagsæfingu TR. Allir Víkingar eru hvattir til að mæta á mótið til að leggja hrað-skákvíkinga TR í skák.

Friday, September 11, 2009

Afmælismót Gunnar Freys

Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið á Barnum 108 í Ármúla fimmtudaginn 10. september. Ekki var gert ráð fyrir mörgum keppendum, þannig að þátttökufjölda var stillt í hóf vegna fárra Víkingatafla. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti. Mótið hlaut verðskuldaða athygli fastakúnna staðarins sem sýndu Víkingataflinu verðskuldaðan áhuga. Hefð er fyrir skákmótahaldi á staðnum og því gekk mótið vel fyrir sig. Úrslit mótsins urðu þau að Sveinn Ingi Sveinsson kom sá og sigraði og leyfði einungs eitt jafntefli og endaði með fimm og hálfan vinning. Nýliðinn Tómas Björnsson kom skemmilega á óvart með góðri taflmennsku, en þetta var hans fyrsta mót í Víkingaskák.

1 Sveinn Ingi Sveinsson 5,5 vinninga.
2 Gunnar Fr. Rúnarsson 4
3 Tómas Björnsson 2
4 Ólafur Guðmundsson 0,5

Sveinn Ingi Sveinsson stærðfræðigúrú hefur verið nær ósigrandi í Víkingaskákinni árið 2009. Hér á hann í kappi við Ólaf Guðmundsson sem náði jafntefli við Svein í seinni skák þeirra.

Wednesday, September 9, 2009

Stæsta mót ársins

Á fundi í Víkingaklúbbnum fyrir stuttu var mótaæátlun klúbbsins samþykkt m.a um heimsmótið sjálft, þs Minningamótið um Magnús Ólafsson.


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmóitð í Víkingaskák 2009


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2009 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands (með fyrirvara um keppnisstað) miðvikudaginn 28 október kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com.

Æfingamót vegna Meistaramóts verða haldnar á 108 bar. Ármúla 7 Reykjavík, þriðjudaginn 13 október og þriðjudaginn 20 október og hefjast þær stundvíslega kl. 20.00

Verðlaun eru sem hér segir:



  • 1) 20.000 kr.

  • 2) 15.000 kr.

  • 3) 10.000 kr.

  • 4) 5.000 kr.

  • 5) 4.000 kr.

Aukaverðlaun:



  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 5.000 kr.

  • Efsta konan: 5.000 kr.

  • Efsti öldungurinn 50 ára og eldri : 5.000 kr.


Áskorendaflokkur

Tveir sterkir skákmenn út Víkingaklúbbnum tóku þátt í áskorendaflokki á Skákþingi Íslands í síðustu viku. Þeir Sverrir Sigurðsson og Bjarni Sæmundsson stóður sig með mikilli prýði, en Sverrir endaði í 8. sæti með sex vinninga, en Bjarni endaði í 10. sæti með 5.5 vinninga. Alls voru keppendur á mótinu 45. talsins. Sverrir og Bjarni verði því í góðu formi á Íslandsmóti skákfélaga í lok september, þar sem Víkingaklúbburinn ætla sér stóra hluti í 4. deild

Nánar um áskorendaflokkin á skak.is

Wednesday, September 2, 2009

Endurskoðuð mótaáætlun 2009

Nú er vetrarstarf Víkingaklúbbsins að hefjast eftir langt sumarfrí. Fyrstu verkefni vetrarins er Meistaramót félagsins í hefbundinni skák, sem verðu góð upphitun fyrir Íslandsmót skákfélaga sem byrjar í lok september. Hápúnkti vetrarins verður hins vegar sjálft heimsmeistaramótið og minningamót um Magnús Ólafsson er mótið verður haldið miðvikudaginn 28. október, en þann dag hefði Magnús Ólafsson orðið 87. ára hefði hann lifað.

Fimmtudaginn 17. 9. kl. 20.00 Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák (10 mínútna mót).(Ath breytt-Haldið í Skáksambandinu eða 108 Bar í Ármúla)
Fös-lau-sun 25-27.9 kl. 20.00 Deildarkeppni Skáksmabands Íslands.
Föstudagurinn 2.10 kl. 20.00 Meistaramót Víkingaklúbbsins (15 mínútna mót).
Þriðjudagurinn 13. 10 kl. 20.00 Æfing fyrir Meistaramótið (108 bar Ármúla 7)
Þriðjudagurinn 19. 10 kl. 20.00 Æfing fyrir Meistaramótið (108 bar Ármúla 7)
Miðvikudagurinn 28.10 kl. 20.00 al-heimsmeistaramótið í Víkingaskák.
Föstudagurinn 27.11 kl.20.00 Hrað-Víkingur.
Sunnudagurinn 28.12 kl. 20.00 Jólamót Víkingaklúbbsins.