Wednesday, September 9, 2009

Stæsta mót ársins

Á fundi í Víkingaklúbbnum fyrir stuttu var mótaæátlun klúbbsins samþykkt m.a um heimsmótið sjálft, þs Minningamótið um Magnús Ólafsson.


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmóitð í Víkingaskák 2009


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2009 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands (með fyrirvara um keppnisstað) miðvikudaginn 28 október kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com.

Æfingamót vegna Meistaramóts verða haldnar á 108 bar. Ármúla 7 Reykjavík, þriðjudaginn 13 október og þriðjudaginn 20 október og hefjast þær stundvíslega kl. 20.00

Verðlaun eru sem hér segir:



  • 1) 20.000 kr.

  • 2) 15.000 kr.

  • 3) 10.000 kr.

  • 4) 5.000 kr.

  • 5) 4.000 kr.

Aukaverðlaun:



  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 5.000 kr.

  • Efsta konan: 5.000 kr.

  • Efsti öldungurinn 50 ára og eldri : 5.000 kr.


No comments:

Post a Comment