Friday, September 24, 2010

Þriðjudagsæfingin

Fyrsta æfing vetrarins var haldin þriðjudaginn 21. september. Mæting var mjög góð og boðið var upp á færeyskan bjór fyrir félagsmenn. Nokkrir nýliðar mættur til leiks. Sjö keppendur skráðu sig í mótið, en einnig létu þeir sjá sig þeir, Þorgeir Einarsson, Jôn Úlfljótsson, Magnús Magnússon og Hörður Garðasson. Úrslit mótsins urður þau að Gunnar Fr. sigraði og leyfði aðeins eitt jafntefli við Sigurð Ingason. Næstur kom Ingi Tandri sem tapaði bara einn skák gegn Gunnar í síðustu umferð. Gunnar Fr. var mjög heppinn í sínum skákum og var m.a með tapað í mörgum en náði að snúa á andstæðnga sína í lokinn. Ingi tefldi hins vegar af miklu öryggi, fyrir utan skákina í síðustu umferð.

Úrslit

1. Gunnar Fr. 6.5 vinninga
2. Ingi Tandi Traustason 6 v.
3-4 Sigurður Ingasons 4 v
3-4 Ólafur B. Þórsson 4. v
5. Páll Andrason 3. 5 v
6. Halldór Ólafsson 3 v
7. Birkir Karl 1 v
8. Víkingur Orrason 0 v

No comments:

Post a Comment