Saturday, September 4, 2010

Víkingaklúbburinn byrjar eftir sumarfrí

Fyrsta æfing Víkingaklúbbsins eftir sumarleyfi verður þriðjudaginn 14. september og hefst hún kl 20.00 í félagsheimili Víkingaklúbbsins að Kjartansgötu 5. Við viljum hvetja félagsmenn til að mæta og ræða í leiðinni um verkefni vetrarins. Mótaáætlun vetrarins verður m.a kynnt og kennir þar marga grasa. Helstu verkefni vetrarins eru m.a : Afmælismóts Gunnars Freys, Deildarkeppni skákfélaga, Stóra Íslandsmótið í Víkingaskák í nóvember og jólamótið í desember.

Þeir sem ekki sáu Kastljós-innslagið í vor um Víkingaskákina geta nú séð það á netinu, en það er nú komið á youtube.com:
hér:

No comments:

Post a Comment