Gömlu brýninn í KR gerðu sér lítið fyrir og lögðu Víkingaklúbbinn í hraðskákkeppni taflfélaga í ágúst. Í KR eru margir aldnir snillingar og unnu þeir sterka Víkinga með minnsta mun. Ólafur B. Þórsson á 1. borði og Tómas Björnsson á 2. borði stóðu sig með prýði, en aðrir voru því miður í óstuði, m.a 3. borðs maður okkar Gunnar Fr. sem tefldi mjög illa. Gaman var þó að sjá nýja meðlimi mæta til leiks, en þeir Birgir Berndsen og Sigurður Ingason tefldu með Víkingaklúbbnum í fyrsta skipti. Eins vantaði nokkra sterka hraðskákmenn sem hefðu breytt miklu, s.b Stefán Sigurjónsson og Harald Baldursson. Því miður komust KR-ingar upp með að fá að tefla 7. mínútna skákir, en reglur keppninnar segja að tefla skuli 5. mínútna skákir. KR-ingar mættu svo nautsterku lið Bolvíkinga í næstu umferð og steinlágu fyrir þeim, en þá þurftu þeir að tefla með 5. mínútna umhugsunartíma :)
Það gengur bara betur næst hjá Víkingum!
Úrslitin í keppninni má nálgast hér:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment