Monday, September 27, 2010

Félagaskipti

Nokkra sviptingar urðu á félagskiptamarkaðinum fyrir Íslandsmót skákfélaga í gömlu skákinni. Einn sterkasti skákmaður síðari ára Davíð Kjartansson ætlar að leiða sterka sveit Vikingaklúbbsins í 3. deild, en Davíð var áður í Fjölni. Einnig hafa þeir Birgir Bendsen og Sigurður Ingason gengið til liðs við Víkingaklúbbinn.

Davíð gerist Víkingur:

Hinn sterki skákmaður Tómas Björnsson hefur farið yfir í Skákfélag Goðans í amk eitt ár, en Tômas er núverandi stjórnarmaður í Vîkingaklúbbbnum. Tómas mun að sjálfsögðu áfram verða félagi í Víkingaskákklúbbnum, þótt hann muni tefla fyrir Goða-pulsur í Íslandsmóti skákfélaga í gömlu skákinni. Hinn geysiöflugi hlaupari Jôn Jôhannesson hefur gengið til liðs við sitt gamla liðs Borgnesinga. Jôn stóð sig vel með klúbbnum síðustu tvö ár.

Tómas gerist Goði:


Viljum minna félagsmenn á Íslandsmót skákfélaga, þar sem Víkingaklúbburinn mun tefla fram þrem liðum, þs A-liðið mun vera í hörkubaráttu í 3. deild, en B & C liðið mun berjast af hörku í fjórðu deild.

Íslandsmót skákfélaga 2010-201
1

No comments:

Post a Comment