Monday, December 13, 2010

3. stórmót eftir á árinu 2010

Viljum benda áhugasömum Vîkingaskákmönnum á að lítil breyting hefur orðið á upphaflegri mótaáætlun vetrarins. Miðvikudaginn 15. desember verður haldið B-heimsmeistaramótið í Vîkingaskák. Âkveðið var á fundi klúbbins að koma á 10. manna úrvaldsmóti þar sem tíu bestu Víkingaskákmenn heimsins myndu berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn. Til þess að gefa öllum tækifæri á að vera með mun næsta mót verða undankeppni um að komast í sjálfa úrlistakeppnina. En einugis fjögur sæti eru í boði. Gætu hugsanlega verið fleirri. þar sem búsast má við að einhverjir geti ekki notað kepnnisrétt sinn. Sjálft úrslitamótið verður tvö atkvöld sem verða augĺýst fljótlega, en á úrslitamótinu verða tefldar verða níu umferðir með 25. mínútna umhugsunartíma. Fimm umferðir fyrra kvöldið og fjórar það seinna. Kepnin verður miðvikudaginn 12 & föstudaginn 14 janúar. Þeir sem þegar hafa unnið sér sæti eru þeir sem náð hafa bestum árangri á tveim síðustu Íslandsmótum. Það eru þeir, Sveinn Ingi Sveinsson, Tómas Björnsson, Jorge Fonsega, Guðmundur Lee,Gunnar Fr. Rûnarsson & Ingi Tandri Traustason.

A. B-heimsmeistaramótið & Meistaramótið í 10. mínútna Vîkingaksák verður haldið miðvikudaginn 15. desember og tefldar verðar 6. umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Öllum er heimild þátttaka og einnig þeim sem þegar hafa unnið sér rétt í lokamótinu, en fjögur efstu sætin gefa sæti í úrslitamótinu, sem verður haldið fljótlega eftir áramót. Mótið hefst kl. 20.15 og keppt verður í félagsheimilinu Kjartansgötu.

B. Factory-mótið er hraðskákmót í samvinnu við Veitingastaðinn Factory (Gamli Grand Rokk), Víkingaklúbbsins og athafnarmannsins og Vîkingsins Ólafs B. Þórssonar. Mótið verður stórt hraðskákmót, þar sem starfsemi Víkingaklúbbsins verður kynnt. Nánar auglýst síðar.

C. Jôlamót Vîkingaklúbbsins verður haldið þriðjudaginn 28. desember (gæti þurft að færa yfir á miðvikudag eða fimmtudag). Mótið verður með svipuðu sniði og tvö síðustu ár, þar sem fyrst verður teflt gamla skákin og svo Vîkingamót. Vegleg verðlaun verða og góðar veitingar í boði klúbbsins. Í skákmótinu verða tefldar 7. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma, en í Vîkingamótinu verða tefldar 7. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma. Môtið verður að öllum líkindum haldið í húsnæði Skáksambands Íslands en verður auglýst nánar þegar nær dregur. Það gæti þurft að breyta dagsetningu, ef mótið rekst á jólamót annara skákfélaga.

Mótaætlun Víkingaklúbbsin í desember:

15. desember B-heimsmeistaramótið í Vîkingaskák (miðvikudagur). Mótið hefst kl. 20.15
23. desember Factorý-mótið (fimmtudagur). Mótið hefst kl 20.00
28. desember Jólamót Víkingaklúbbsins (þriðjudagur). Mótið hefst kl. 20.00 í húsnæði Skáksambandsins. (Ekki staðfest).

No comments:

Post a Comment