Friday, December 24, 2010

Úrslit á jólamóti Víkingaklúbbsins og Faktory

Jólamót Víkingaklúbbsins og skákklúbbs Factory var haldið á í gær Þorláksmessu. Môtið var mjög vel sótt þrátt fyrir anríki dagsins. Tuttugu og þrír keppendur mættu til leiks og margir mjög öflugir meistar, m.a einn alþjóðlegur meistari og þrír fide-meistarar. Á mótinu kepptu m.a fjórar konur. Sigurvegarar á mótinu voru þeir Tômas Björnsson og Davíð Kjartansson. Félagar í Vikingaklúbbnum röðuðu sér í efstu sætin, því sex efstu menn eru allir félagar í Víkingaklúbbnum. Reyndar er Tômas Björnsson orðinn Goði, en hann er samt enn í Víkingaklúbbnum, þótt hann sé ekki lengur félagi í SKÁKDEILD félagsins! Verðlaun voru vegleg, en veitt voru mörg aukaverðlaun fyrir utan sjóðspott og verðlaunagripi. Flestir voru leystir út með gjöfum. Aukaverðlaun voru m.a stressaðasti pabbinn, þolimóðasti krakkinn og bezti róninn. Látum það liggja milli hluta hver vann þau eftirsóttu verðlaun. Á mótinu voru tefldar 7. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma og röggsamur skákstjóri mótsins var Haraldur Baldursson yfirvíkingur.

Úrslit jólamótsins:

* 1-2 Tómas Björnsson 6.0
* 1-2 Davíð Kjartansson 6.0
* 3. Stefán Þór SiJgurjónsson 5.5
* 4. Ólafur B. Þórsson 5.0
* 5-6 Jôn Úlfljótsson 4.5
* 5-6 Gunnar Fr. Rûnarsson 4.5
* 7-10 Sævar Bjarnason 4.0
* 7-10 Kristján Örn Elíasson 4.0
* 7-10 Halldór Pálsson 4.0
* 7-10 Jorge Fonsega 4.0
* 11 Hörður Garðarsson 3.5
* 12 Haraldur Baldursson 3.5
* 13 Ingibjörg Birgisdóttir 3.5
* 14 Ágúst Örn Gíslason 3.5
* 15 Páll Sigurðsson 3.5
* 16 Óskar Long Einarsson 3.5
* 17 Ingólfur Gíslason 3.0
* 18 Kjartan Ingvarsson 3.0
* 19 Helgi Björnsson 3.0
* 20 Sturla Þórðarson 2.5
* 21 Sóley Pálsdóttir 2
* 22 Saga Kjartansdóttir 2.0
* 23 Þorbjörg Sigfúsdóttir 1.0










No comments:

Post a Comment