Hressilegt Jólaskákmót Víkingaklúbbsins í skák og Skákklúbbs Skemmtistaðarins Faktory við Smiðjustíg 6. (gamli Grand, efri hæð) verður haldið 23. desember n.k.
Í ljósi Þorláksmessunnar og að það verður síðasti dagurinn fyrir Jól – þá er þreyttum og útúr tjúnnuðum víkingum (margir eflaust), feðrum, mæðrum og brjáluðum börnum – sérstaklega gert hátt undir höfði!
...
T.d. með sérstöku hlaðborði fyrir börnin og fullorðna. Ungum sem heldri graðhestunum er einnig velkomnir að mæta. Mótið er einnig til þess fallið að kynna starfsemi víkingaklúbbsins á næsta ári.
Mótið byrjar kl: 20:00 (til c.a. 21:30) – 6. umferðir (Monrad-kerfi)
og 6min. eru á hvorum keppenda.
Jólaverðlaun eru eftirfarandi (fyrir utan sjóðspott* og verðlaunagripi):
1. Drottningarpakki
2. Riddarapakki
3. Biskuparpakki
4. Víkingarpakki
5. Hrókspakki
Aukaverðlaun A
1. Stressaðasti pabbinn
2. Stressaðasta Mamman
3. Þolinmóðasti Krakkinn
4. Flottasti Víkingurinn
5. Bezti Róninn (alveg satt)
Aukaverðlaun B
1. Versti Róninn
2. Bezta Valkyrjan
3. Flottasti Einherjinn**
Tilvalið að kíkja inn á milli jólapakka kaupa. Mamman eða Pabbinn (eða bæði, og börnin fá nóg að drekka) tekið skák!
Sérstakur gestur kvöldsins er Jóhann Eiríksson víkingatrúbador (úr Gjöll og Reptilicus). En hann mun með rafmögnuðum strengjum sínum dramatasera stemningu að hætti sagnameistarana í den!
Aðgangur er 1500kr (að nokkrum fríðindum m.t.)
Þátttaka takmarkast við hámarksfjölda, svo skráið ykkur sem fyrst.
Sendið bara póst með fullu nafni, símanúmeri og … völdum línum (max tvær) út Hávamálum – á netfangið: stereohypnosis@gmail.com því flottasta framsögnin verður alveg sérstaklega** verðlaunuð!
Að lokum: Sjóðspotturinn* verður með klassísku sniði (50% / 30% / 20%), af höfuðstól eftir kostnað.
Samkundan er einnig gerð til að styrkja hina raunverulegu útrásarvíkinga: Trúboðann Stereo Hypnosis, í ,,Víking”.
Sjáumstum hressrir og kátr !!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment