Tuesday, September 11, 2012

Nýjir Víkingar!

Pavel Eljanov (2684) er úkraínskur stórmeistari fæddur 1983.  Pavel verður stafnbúi Víkinga á Íslandsmóti skákfélaga í haust, en Stafnbúar voru vígamenn er stóðu í stafni herskipa og var þeim falinn sá virðingarstarfi að aflífa sem flesta úr framvarðarsveit andstæðinganna. Hið rammíslenska skákfélag Víkingaklúbburinn hefur nú valið sér stafnbúa fyrir orrustur vetrarins, en Pavel er sóttur alla leið í Garðaríki, sem nú heitir Úkraína.  Hér á öldum áður herjuðu víkingar í austurveg um Eystrasalt, sigldu upp eftir ám og stofnuðu m.a Kænugarð, sem nú heitir Kiev og þangað fóru Víkingar nútímans í  Víkingaskáklúbbnum og náðu í Úkraínumanninn sterka.  Eljanov er einn stigahæsti skákmaður heims, með tæplega 2700 eló stig, en árið 2010 var hann með 2761 stig og var um tíma stigahæsti skákmaður Úkraínu á undan Ponomaríov og Ivanchuk og sjötti stigahæsti skákmaður heims.

Wesley So (2653) fæddur 1993 er einn efnilegasti skákmaður heims ættaður frá Philipseyjum.  Víkingar nútímans fengu þennan sterka austurlandabúa til að telfa hér, en hér á Íslandi eru landar hans sennilega næst fjölmennastir af öllum aðfluttum nútíma Íslendingum.  So er einungis 18. ára og er í mikilli framför og er mjög vinsæll í heimalandi sínu.  Wesley So tefldi á 1. borði fyrir Philipseyjar á síðasta Ólympíumóti.

Bartozs Socko (2626) er pólskur stórmeistari fæddur 1978.  Bartozs er einn sterkast skákmaður Póllands.  Bartozs er gífurlega öflugur skákmaður og náði hæst í 2670 elóstig.  Bartozs var einn af lykilmönnum pólska liðsins sem tefldi á Ólympíumótinu í Tyrklandi, en hann hefur átt fast sæti í því liði síðan um aldamótin.

Grzegorz Gajewski (2628) er pólskur stórmeistari fæddur 1985.

Marcin Dziuba (2581) er pólskur stórmeistari fæddur 1983.

Emanúel Berg (2576) er sænskur stórmeistari fæddur árið 1981.

Monika Socko (2463) er pólskur stórmeistari karla og kvenna fædd 1978.  Frægasti mótasigur hennar er sigur hennar í Arctic Chess Challenge í Trömsö árið 2009, en þar var hún m.a á undan mörgum ofurstórmeisturum, m.a eiginmanni sínum Bartozs Socko!

No comments:

Post a Comment