Æsispennandi úrslitaeinvígi milli Víkingaklúbbsins og Goða-Máta fór fram fimmtudagskvöldið 20. september, en leikurinn fór fram á hlutlausum velli í húsnæði Sensa, Kletthálsi 1. Nokkrir áhorfendur komu að sjá hrikalegt einvígi, sem gat farið á hvorn veginn sem var. Eftir að allar skákir höfðu verið tefldar þá var staðan hnífjöfn, en bæði liðin voru með jafnmarga vinninga 36-36. Eftir mikla rekistefnu var ákveðið að það færi fram bráðabani, en honum lauk með naumum sigri Víkingaklúbbins 3.5-2.5.
Bráðabaninn:
Stefán Kristjánsson- Þröstur Þórhallsson 0.5-0.5
Björn Þorfinnson-Helgi Áss 1-0
Magnús Örn - Þröstur Árnason 1-0
Davíð Kjartansson - Ásgeir Ásbjörnsson 1-0
Gunnar Fr. - Einar Hjalti Jensen 0-1
Stefán Þór- Kristján Eðvarðsson 0-1
Besti árangur Víkingaklúbbsins:
Stefán Kristjánsson 8.5 v af 12
Björn Þorfinnsson 8. v af 12
Magnús Örn Úlfarsson 8. v af 12
Davið Kjartansson 5.5 v. 12
Gunnar Freyr Rúnarsson 3.5 v af 12
Stefán Sigurjónsson 2.5.v af 8
Lárus Knútsson 1 v. af 4
Besti árangur Goða-Máta:
Þröstur Þórhallsson 7. v af 12
Helgi Áss Grétarsson 8. v af 12
Sigurður Daði Sigfússon 4. v af 11
Ásgeir Ásbjörnsson 5.5 af 12
Einar Hjalti Jensson 5. v. af 10
Kristján Eðvaldsson 4.5 af 12
Þröstur Árnason 1.5 v. af 5
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment