Víkingaklúbburinn og Taflfélagið Hellir mættust í 4-liða úrslitum
Hraðskáksmóts taflfélaga fimmtudaginn 7. september í Garðabæ (Á sama tíma og TG-Goðinn).
Viðureignin var heimaleikur Hellismanna, en TG lánuðu húsnæði
sitt. Viðureignin endaði með nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en
lokastaðan varð 51 vinningar gegn 21 vinningum Hellismanna. Björn Þorfinnsson var með besta skor Víkinga 11. v af 12, en Andri Áss var bestur Hellismanna með 6.5 v. af 12 mögulegum.
Viðureignirnar fóru eftirfarandi:
2-4, 1-5, 2-4, 1.5-4.5, , 2-4, 2-4, , 0-6, 2-4, 1.5-4.5, 2.5-3.5, 1-5, 3.5-2.5
Besti árangur Víkingaklúbbsins:
Björn Þorfinnsson 11. v af 12 (92%)
Ólafur B. Þórsson 9. v. af 11 (82%)
Magnús Örn Úlfarsson 8. v af 12 (67%)
Stefán Kristjánsson 7. v. af 8 (88%)
Stefán Sigurjónsson 4.5 v. af 8 (56%)
Gunnar Freyr Rúnarsson 4 v af 6 (67%)
Þorvarður Fannar Ólafssson 3.5.v af 8 (44%)
Haraldur Baldursson 2. v af 3 (67%)
Lárus Knútsson 1 v. af 2 (50%)
Jónas Jónasson 1. v af 2 (50%)
Gunnar Ingbibergsson tefldi ekki að þessu sinni!
Besti árangur Hellis-manna:
Andri Áss Grétarsson 6.5. v af 12 (54%)
Sigurbjörn Björnsson5.5 v af 12 (46%)
Bragi Halldórsson 3. v af 12 (25%)
Rúnar Berg2.5 v. af 8 (31%)
Baldur A. Kristinsson 2. v. af 11
Helgi Brynjarsson 1.5 v af 5
Hilmar Freyr Heimisson 0. v af 5
Ögmundur Kristinsson 0. v af 7
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment