Thursday, October 4, 2012

Fyrsta unglingaskákæfingin í Víkingsheimilinu!

Knattspyrnufélagið Víkingur og Víkingaklúbburinn heldu fyrstu barna og unglingaskákæfingu sína í Víkinni miðvikudaginn 3. október. Krakkar úr frístundaheimilum og skólum í hverfinu mættu og komu um 15 krakkar á fyrstu æfinguna. Krakkarnir voru bæði úr Breiðagerðisskóla og Fossvogskóla og heppnaðist æfingin mjög vel. Leiðbeinendur á æfingunni voru reynluboltarnir Svavar Viktorsson og Haraldur Baldursson, en Gunnar Fr. Rúnarsson rifjaði upp gamla takta, en hann hafði ekki kennt skák síðan hann var skákkennari við Ártúnskóla árið 1993.




No comments:

Post a Comment