Atskákmeistaramót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 3. október og hefst taflið kl. 20.00. í Víkinni Víkingsheimilinu. Knattspyrnufélagið Víkingur og Víkingaklúbburinn verða í samstafi með skákæfingar veturinn 2012-2013. Tefldar verða 6 umferðir með
fimmtán mínútna umhugsunartíma. Æfingar verða framveigis
hálfsmánaðarlega (Víkingaskák og skák til jafns) og m.a verður stórt
hraðskákmót í desember. Verðlaunagripir verða fyrir þrjú efstu sætin og
einnig sérstök unglingaverðlaun. Mótið er opið öllum skákmönnum. Stefán Þór Sigurjónsson er núverandi atskákmeistari Víkingaklúbbsins.
Úrslit Atskákmóts Víkingaklúbbsins 2011 hér:
Myndir frá mótinu í fyrra
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment