Saturday, October 20, 2012

Víkingaskákæfing

Tómas Björnsson Goði kom sá og sigraði á Reykjarvíkurmótinu í Víkingaskák sem fram fór í Víkinni miðvikudagskvöldið 17. október. Goðinn sló við öllum Víkingum í Víkinni við, enda gamall Víkingur sjálfur. Tómas hefur nú hugsað sér að ná efsta sætinu á heimslista Víkingaskákmanna, en Gunnar Fr trónir enn stigahæstur. Tómas fékk 5.5 v. af 6, en Gunnar Fr varð annar með 4.5 af 6 mögulegum.  Tómas vann allar sínar skákir og leyfði i eitt jafntefli í seinni skákinni gegn Gunnar Fr.  Tefld var tvöföld umferð allir við alla og umhugsunartíminn var 10. mínútur á skákina.

 Úrslit:

1. Tómas Björnsson 5.5 vinningar.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5 v.
3. Sigurður Ingasons 1. v.
4. Þröstur Þórsson 1.v.

Nýjustu víkingaskákstigin hér:

No comments:

Post a Comment