Thursday, October 4, 2012

Ólafur B. Thorsson atskákmeistari Víkingaklúbbsins 2012

Ólafur B. Thórsson varð á miðvikudagskvöldið annar atskákmeistari Víkingaklúbbsins. Mótið fór fram í Víkingsheimilinu og 8. keppendur tóku þátt í bráðfjörugu móti, en umhugsunartíminn var 15. mínútur á skák, en tefldar voru 4. umferðir með 15. mínútum, en fyrstu 3. umferðir voru tefldar með 5. mínútna umhugsunartíma. Sigurstanglegastur fyrirfram var fidemeistarinn Ólafur B. Þórsson og honum tókst að standa undir nafni og vinna allar skákir sínar.  Annar kom Gunnar Fr Rúnrsson með 5. vinninga.  Stefán Thór Sigurjónsson og Sigurður Ingasons komu næstir með 4. vinninga, en Stefán fékk bronsið eftir stigaútreikning.  ´Ólafur og Gunnar Fr. mættust í næstsíðustu umferð.  Gunnar hafði leyft tvö jafntefli, en Ólafur var með fullt hús.  Lengi framan af stóð Gunnar betur, en fataðist flugið í tímahrakinu og Ólafur náði að sigra. 

 Úrslit:

1. Ólafur B. Thórsson 7 v af 7.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0
3. Stefán Thór Sigurjónss 4.0
4. Sigurður Ingasons 4.0
5. Jónas Jónasson 3.5
6. Sturla 3.0
7 Svavar Viktorsson 0.5







No comments:

Post a Comment