Friday, December 28, 2012

Davíð Kjatansson og Sveinn Ingi Sveinsson jólavíkingar Víkingaklúbbsins 2012

Davíð Kjartansson og Sveinn Ingi Sveinsson sigruðu á jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var föstudaginn 28 des í Skáksambandi Íslands.  Mótið var nokkuð sterkt, en óveður og fleirri mót sama kvöldið settu strik i þátttökna.  Sigur  Davíðs var nokkuð öruggur, en næstir honum að vinningum komu Páll Agnar Þórarinsson og Tómas Björnsson.  
Keppendur í skákinni voru 9, en nokkrir skákmenn sem voru búnir að boða komu sína komust ekki þar sem þeir voru fastir í snjósköflum um allan bæinn.  Tefldar voru 9. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur.  

Í Víkingaskákinni varð Sveinn Ingi Sveinsson langsterkastur, en hann endaði með 4.5 vinninga af fimm mögulegum. Annar varð Tómas Björnsson með 3.5 vinninga, en í þriðji varð Stefán Þór Sigurjónsson.  Keppendur í Víkingaskákinni voru sex, þar sem tímamörk voru 7. mínútur og umferðirnar fimm. 

Á mótinu var einnig keppt um nýjan titil í annað skiptið, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum.  Tómas Björnsson sigraði í þeirri keppni nokkuð örugglega með 10. vinninga. 

Mótið 2009
Mótið 2010
Mótið 2011

Úrslit í hraðskákmótinu:

  1   Davíð Kjartansson                7.5      31.0  37.5   39.0
 2-3  Tómas Björnsson                6.5      31.0  38.5   34.0
      Páll Thórarainsson                 6.5      31.0  38.5   33.5
  4   Gunnar Rúnarsson                  6        31.5  39.0   30.0
  5   Ólafur Thorsson                    5.5      32.0  39.5   25.5
  6   Róbert Lagerman                   5        32.5  40.0   22.0
  7   Stefán Sigurjónsson                4        33.5  41.0   20.0
 8-9  Jón Árni Halldórsson            2        35.5  43.0   12.0
        Sturla Thórðarsson               2        35.5  43.0    9.0
 10   Skotta                                  0        35.5  45.0    0.0


Úrslit í Víkingahraðskákinni:


  1   Sveinsson, Sveinn                  4.5       7.0  10.5   12.5
  2   Björnsson, Tómas                  3.5       7.0  11.5   10.5
  3   Sigurjónsson, Stefán               3         7.5  12.0    8.0
 4-5  Rúnarsson, Gunnar                2         8.5  13.0    7.0
        Thórsson, Ólafur                   2         8.5  13.0    7.0
  6   Halldórsson, Jón                    0         8.5  15.0    0.0






Saturday, December 22, 2012

Tómas Veigar Í Víkingaklúbbinn!

Hinn öflugi norðanmaður Tómas Veigar Sigurðsson gekk nýverið í raðir Víkingaklúbbsins, en Tómas var áður félagi í Skákfélagi Akureyrar.  Tómas er gífurlega öflugur skákmaður og vann m.a nokkra frækna sigra á þessu ári á mótum í sínu gamla félagi S.A, en hann vann TM mótaröðina snemma á þessu ári.  Hann varð svo Bikarmeistari S.A í mai, Skákmeistari Skákfélagas Akureyrar í október og svo varð hann Atskaḱmeistari Akureyrar í nóvember.  Tómas hefur gríðarlega reynslu og mun vonandi vinna frækna sigra fyrri Víkingaklúbbinn í haust, en hann getur ekki telft á Íslandsmóti skákfélaga í mars, vegna þess að hann tefldi fyrir sitt gamla félag í fyrri hluta keppninnar.

Jólamót Víkingaklúbbsins 2012

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið föstudaginn 28. des og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7. umf skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7. umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur. Mótið fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni. Vegleg verðlaun í boði og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður. Þeir sem ætla bara að tefla Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.00.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.

Mótið 2011 hér:
Mótið 2010 hér:
Mótið 2009 hér:


Friday, December 14, 2012

Barnaskákmót 2012

Síðasta barnaæfing ársins var miðvikudaginn 12.12.2012. Tímamótana var minnst með fyrsta barnaskákmóti Víkingaklúbbsins. Krakkarnir telfdu 5. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma. Sigurvegari mótisins og fyrsti barnameistari Víkingaklúbbsins varð hinn bráðefnilegi Jón Hreiðar, sem er einungis 6. ára gamall. Í öðru sæti var hin bráðefnilega Unnur Björnsdóttir og í thriðji varð Arinbjörn Björnsson. Æfingar munu halda áfram eftir áramót annan hvern miðvikudag og verður fyrsta æfingin á nýja árinu miðvikudaginn 9. janúar. Úrslit: 1. Jón Hreiðar 4.0 v 2. Unnur Björnsdóttir 3.5 v 3. Arinbjörn Björnsson 2.5 4. Sólveig Jónasdóttir 1.0 5. Gunnar Tómas 0.0






 


Thursday, December 13, 2012

Davíð Kjartansson hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2012

Hörkuspennandi hraðskákmeistaramóti Víkingaklúbbsins 2012 lauk með látum í Víkingsheimilinu í kvöld. Mættir voru átján vaskir keppendur, m.a fyrrum hraðskákmeistari, unglingar, Íslandsmeistari kvenna í skák auk nokkra Víkingaskákmanna. Fidemeistararnir Davíð Kjartansson og Magnús Örn Úlfarsson voru í sérflokki framan af móti, en Davíð var á skrefinu undan og náði að sigra annað árið í röð.  Lárus Knútsson náði þriðja sætinu eftir hörkukeppni, en mótið var gríðarlega vel skipað.  Páll Andrason varð efstur unglinga, Elsa María efst kvenna.  Magnús Skagameistari Magnússon varð efstu öldunga 45. ára og eldri, en Magnús Örn Úlfarsson efstur í flokki 35-45 ára.  Tefldar voru 2x7 umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma.  Knattspyrnufélgið Víkingur og Víkingaklúbburinn hafa verið í góðu samstarfi í vetur og æfingar hafa verið hálfsmánaðarlega í Víkingsheimilinu, auk þess sem barnaæfingar hafa einnig verið haldnar annan hvern miðvikudag. 

ÚRSLIT:

* 1 Davíð Kjartansson 12.5 v.
* 2 Magnús Örn Úlfarsson 11.0
* 3 Lárus Knútsson 9.0
* 4 Tómas Björnsson 8.5
* 5 Páll Andrason 8
* 6 Magnús Magnússon 8
* 7 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 8 Hannes Hrólfsson 7.0
* 9 Sigurður Ingason 7.0
* 10 Ægir Hallgrímsson 7.0
* 11 Örn Leó Jóhannsson 6.5
* 12 Haraldur Baldursson 6.5
* 13 Stefán Þór Sigurjónsson 6.0
* 14 Þorvarður Fannar Ólafsson 6.0
* 15 Elsa María 5.5
* 16 Björn Grétar 5.0
* 17 Magnús Sigurðsson 3.5
* 18 Gunnar Ingibergsson 1.5









Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsin 2012: Davíð Kjartansson
Hraðskákmeistari kvenna: Elsa María
Hraðskákmeistari unglinga:  Páll Andrason
Hraðskákmeistari öldunga M1:  Magnús Örn Úlfarsson
Hraðskákmeistari öldunga M2:  Magnús Magnússon

Sunday, December 9, 2012

Hraðskákmeistaramót Víkingaklúbbsins 2012

Hraðskákmeistaramót Víkingaklúbbsins verður haldið fimmtudaginn 13. desember Í Víkinni Víkingsheimilinu og hefst taflið kl. 20.00. Tefldar verða 2x7 umferðir með fimm mínútna umhugsunartíma.  Verðlaunagripir verða fyrir þrjú efstu sætin og einnig sérstök unglinga og kvennaverðlaun. Mótið er opið öllum skákmönnum og boðið verður upp á kaffi og léttar veitinagar á staðnum.  Núverandi hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins er Davíð Kjartansson.