Stjórn Víkingaklúbbsins hefur kjörið Davíð Kjartansson skákmann ársins hjá Víkingaklúbbnum og Tómas Björnsson sem Víkingaskákmann ársins fyrir árið 2012. Þetta er í annað skiptið sem þessi kosning fer fram og hún verður vonandi árviss viðburður. Davíð stóð sig tvímælalaust best af klúbbsfélögum á árinu. Hann stóð sig frábærlega í áskorendaflokki og í landsliðsflokki þar sem hann varð í 5. sæti og hann komst svo í úrslit á Íslandsmótinu í atskák, þar sem hann mun mæta Arnari Gunnarsyni í úrslitum. Davíð vann svo Íslandsmótið í netskák þriðja árið í röð í lok ársins auk þess sem hann vann fjölda annara móta. Tómas Björnsson stóð sig með prýði í Víkingaskákinni á árinu. Hann var mjög duglegur að mæta á æfingar og sigraði á flestum æfingum (ásamt Gunnari Fr.) og hann varð svo Íslandsmeistari í Víkingaskák öðru sinni í nóvember.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment