Tuesday, January 1, 2013

Skákmaður og Víkingaskákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum 2012

Stjórn Víkingaklúbbsins hefur kjörið Davíð Kjartansson skákmann ársins hjá Víkingaklúbbnum og Tómas Björnsson sem Víkingaskákmann ársins fyrir árið 2012.  Þetta er í annað skiptið sem þessi kosning fer fram og hún verður vonandi árviss viðburður.  Davíð stóð sig tvímælalaust best af klúbbsfélögum á árinu.  Hann stóð sig frábærlega í áskorendaflokki og í landsliðsflokki þar sem hann varð í 5. sæti og hann komst svo í úrslit á Íslandsmótinu í atskák, þar sem hann mun mæta Arnari Gunnarsyni í úrslitum.  Davíð vann svo Íslandsmótið í netskák þriðja árið í röð í lok ársins auk þess sem hann vann fjölda annara móta.  Tómas Björnsson stóð sig með prýði í Víkingaskákinni á árinu.  Hann var mjög duglegur að mæta á æfingar og sigraði á flestum æfingum (ásamt Gunnari Fr.) og hann varð svo Íslandsmeistari í Víkingaskák öðru sinni í nóvember.

No comments:

Post a Comment