Sunday, March 31, 2013

Nýr Víkingur

Levon Grigori Aronian (2808) er armennskur stórmeistari fæddur 1982. Levon hefur verið annar stigahæsti skákmaður heims um hríð og var lengi vel efstur á heimsmeistaramótinu í London sem nú stendur yfir.  Levon er mjög hrifinn af Íslandi og ákvað að ganga til liðs við Íslandsmeistarana þegar hann fékk að heyra hversu Íslandsmót skákfélaga er orðið sterkt.  Reiknað er með að Levon tefli á 1. borði og Eljanov taki 3. borðið.

Víkingar hafa tekið stefnuna að verja titilinn frá því í vor og þurfa að styrkja lið sitt fyrir komandi átök.  Levon ætlar einning að taka þátt í Víkingaskákuppákomu sem verður í framhaldi af Íslandsmóti skákfélga í haust.  Levon hafði lesið á skákmiðlum heimsins um árangur Viking Chess Club í keppninni í vetur og vildi leggja sitt að mörkum til að hið nýja félag myndi lyfta bikarnum aftur næsta vor.

Góður kunningskapur tókst með Armennanum og formanni Víkingaklúbbsins þegar hann tefldi á Íslandi árið 2005.











No comments:

Post a Comment