Wednesday, March 6, 2013

Pistill formanns

Víkingaklúbbnum tókst um síðustu helgi hið ómögulega, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari í efstu deild í fyrstu atlögu að titlinum.  Markið hafði verið sett hátt síðasta sumar.  Ljóst var í haust að liðið var komið í 1. deild, eftir ótrúlega sigurgöngu síðustu ára.  Einungis óheppni í síðustu umferð í 2. deildinni síðasta vor varð til þess að 2. deildar bikarinn fór til Goða.  Síðar um sumarið var stefnan svo sett á að vinna hraðskákkeppni félagana sem tókst eftir svakalegt einvígi við Goða.  Davíð Kjartansson átti svo allan heiður að finna þá útlendinga sem við ætluðum að tefla fram í 1. deild.  Við náðum tengslum við Úkraínskan stórmeistara Pavel Eljanov og þrjá firnasterka pólska skákmenn og með sterkustu skákmenn Íslands, Hannes H, Stefán Kr, Magnús Örn, Björn Þ og Davíð Kj. náði liðið að spila ótrúlega vel saman.  Allir unnu saman og börðust fyrir hverjum vinning þar til yfir lauk.

B-liðið var einnig í hörkubaráttu um efstu sætin í 3. deild, en B-liðið með Davíð Kjartansson á 1. borði, Þorvarð Fannar á 2. borði reyndist vera lang sterkasta liðið í 3. deild.  Flestar viðureignirnar enduðu með sigri Víkinga, en einungis sveit KR náði jafntefli við B-liðið sem náði að vinna sig upp í 2. deild og vinna Íslandsmeistaratitilinn í 3. deild.

C-liðið var einnig nokkuð sterkt og átti alla möguleika á að komast upp um deild.  Eftir fyrri hluta var liðið í nokkru strögli og var í 6. sæti.  Liðið gerði jafntefli í tveim viðureignum. m.a við Bridgefélagið, en sú viðureign átti að vinnast því formaðurinn var m.a með steindauða jafnteflisstöðu gegn Bergsteini Einarsyni, en lék skákini niður í tap.  Í seinni hluta keppninnar bættist svo við sterkir skákmenn, m.a kom Sverrir Sigurðsson aftur til baka eftir 2. ára hvíld og hann átti stóran þátt í að þétta liðið, en sveitin endaði í 2. sæti í 4. deild, aðeins einum vinningi eftir Bridgeféaginu.

Framistaða liðana í einstökum umferðum

5. umferð: A-liðið náði að leggja öflugt lið Goða-Máta 6.5-1.5.  Eljanov náði að vinna Gawain Jones í hörkuskák, en Gawain hefur ekki tapað skák á Íslandsmóti skákfélaga.  Bolvíkingar unnu góðan sigur á TR 5-3 og framundan var hörku viðureign við Vestmanneyinga í 6. umferð keppninnar.

6. umferð: Viðureignin við Vestmannaeyjar var hörkuspennandi.  Vélarnar á efstu borðum stóðu sig frábærlega.  Pólverjarnir unnu allir sínar skákir, m.a vann Socko, Helga Ólafsson á 2. borði, en Eljanov gerði jafntefli á 1. borði.  Viðureignin fór 5-3 og Víkingaklúbburinn var því í góðri stöðu fyrir síðustu umferð.  TR hafði kært Bolungarvík fyrir ólöglegan mann á 1. borði í umferðinni á undan og gat það sett stórt stirk í reikninginn, ef dómurinn myndi snúa úrslitum við, þ.s TR myndi vinna Bola 6-2.  því var nauðsynlegt fyrir Víkinga að vinna Akureyri stórt til að tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í síðustu umferð.

7. umferði: 

A-liðið fékk nú Akureyri sem var frekar þétt lið í neðri hluta deildarinnar.  Ekki leit það vel út í byrjun, en Björn á 7. borði lenti í vandræðum gegn Gylfa Þórhallsyni.  Flótlega breyttist staðan til batnaðar og leikar fóru svo að Víkingar unnu Akureyri 7.5-0.5.  Sögulegur sigur var í höfn.  Á  eftir var verðlaunaafhending þar sem Víkinga fengu fullt af bikurum.  Liðsmenn tóku nú hver sinn bikar, en farandbikar fyrir tiltilinn í 3. deild skilaði sér ekki á land frá Vestmannaeyjum.   Formaðurinn kom svo heim til sín eftir fögnuðinn án bikars, en bikararnir eru vonandi á góðum stað heima hjá lykilmönnum Víkinga :)

Að lokum: 

Víkingaklúbburinn-A stóð sig frábærleg í keppninni.  Erlendu Víkingarnir reyndust vera miklir atvinnumenn og unnu allir saman sem eitt lið.  Pólverjarnir voru ógnarsterkir skákmenn með vel yfir 2600 stig, þekktust vel og eru allir vinir.  Þeir lögðu sig alla fram, m.a undibjuggu their sig fyrir allar skákir að kostgæfni, sama hvert liðið var.  Eljanov á fyrsta borði reyndist vera í enn betra formi en okkur óraði fyrir, en hann átti m.a frábært Reykjarvíkurmót.  Hannes og Stefán hreinsuðu svo sín borð og voru í miklu stuði.  Björn Þorfinnson var ekki í sínu besta formi, en tefldi samt ágætlega í seinni hlutanum og átti að fá fleirri vinninga.  Magnús Örn stóð sig með sóma á 8. borði og Davíð kom sterkur inn í liðið þegar Magnús hvíldi í 4. umferð.

Umfjöllun á Chessdom hér:
Umfjöllun á Chessvibes hér:
Susan Polgar blogg hér:
Gawain Jones blogg hér:
Grein í BB hér:
Grein í MBL.is hér:
Grein í Dv.is hér:
Chess results:  A-liðið hér:
Chess results:  B-liðið hér:
Chess results:  C-liðið hér:

Framistaða einstakra liðsmanna í seinni hlutanum

Pavel Eljanov  2.5 v af 3 (5 af 7). Pavel tefldi af miklu öryggi og vann fjórar skákir, gerði tvær jafntefli og tapaði aðeins fyrir Zherebukh (Bolungarvík).  Hann vann m.a Gawain Jones, Simon Williams, Hjörvar og Dag Arngrímsson.  Pavel stóð sig svo frábærlega á Reykjavík open.  Sennilega einn besti (stigahæsti) skákmaður sem telft hefur á Íslandsmóti skákfélaga, en hann náði 2761 stigi árið 2010 og var um tíma 6. stigahæsti skákmaður heims. 

Bartosz Socko  3. v af 3 (5.5 af 7). Socko kom funheitur eftir Reykjavíkurmótið og vann m.a Þröst Þórhallsson, Helga Ólafsson, Guðmund Gíslason, Davíð Ólafsson og IM Andersen.  

Grzegorz Gajewski   2.5 af 3 (5.5 af 7).  Gajewski var bara enn ein vélinn, en hann hreinsaði 3. borð.  Hann vann m.a:  Grandelius hjá Vestmanneyjum.

Marcin Dziuba  2.5 af 3 (6 af 7).  Dziuba var með næst besta árangur liðsins.   Ótrúlegur vinnuhestur.  Pólverjarnir ollu engum vonbrigðum.  Hann vann m.a:  Stelios (Bolungarvík) og Maze (Vestmannaeyjum). 

 Hannes Hlífar Stefánssonn 2.5 v af 3 (5.5 af 7).   Hannes öruggur út alla keppnina og tapaði ekki skák.  Algjörlega á pari.  . 

Stefán Kristjánsson 2.5 af 3 (6.5 af 7).   Með besta árangur liðsins.  Stendur sig frábærlega í deildó að vanda.  Vann m.a, Jón L. Árnason og Karl Thorsteins.

Björn Thorfinsson 1.5 af 3 (2.5 af 7).   Björn náði að rífa sig upp í seinni hlutanum, en gerir örugglega betur næst.  

Magnús Örn Úlfarsson 2.5 af 3 (4 af 6).   Magnús með góða frammistöðu.  Tapaði bara fyrir goðsögninni Friðrik Ólafsyni í 1. umferð.   

Davíð Kjartansson 3 af 3. (5.5 af 7). Tefldi eina skák með a-liðinu, sem vannst í fyrri hlutanum.    Fékk 4.5 af 6 með b-liðinu.   

Thorvarður Fannar Ólafsson 3 af 3 (6 af 7).  Tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki skák. Mikilvægur liðsmaður sem gefur alltaf kost á sér og er því ómetanlegur í baráttuna.

Ólafur B. Thórsson (2 af 4).   Tefldi bara í fyrri hlutanum.  Var veikur í seinni umferð.  Hefur oft verið í betra formi, en var klárlega maðurinn sem kom liðinu upp um tvær deildir á sínum tíma.  

Hrannar Baldurssonn 2 af 3 (5 af 7).   Nýr liðsmaður sem stóð sig vel.  Tapaði í síðustu umferð, en það kom ekki að sök.

Stefán Thór Sigurjónsson 1.5 af 3 (4.5 af 6).  Stóð sig vel í fyrri hlutanum með 3/3.  Gerði þrjú jafntefli í seinni hlutanum.  Mjög þéttur allt mótið, en er oft lakari í morgunskákunum.

Lárus Knútsson 2 af 2 (4 af 5).  Stóð sig mjög vel í keppninni.

Gunnar Fr. Rúnarsson 2. v af 3 (3 af 7).   Tefldi fimm skákir með b-liðinu og með með 3/5.  Skákirnar með C-liðinu voru tvær og töpuðust báðar.  Var með kolunnið í 1. umf. gegn Siglufirði og með dautt jafntefli gegn Bergsteini í Bridgefélaginu í 3. umferð.   Var með hugan of mikið við aðrar skákir í öðrum deildum. 

Haraldur Baldursson 2. v af 2 (3.5 af 7).  Stóð sig frábærlega.  Tefldi bara eina skák í seinni hlutanum gegn, en ekki eins heppinn með c-liðinu.  C-liðið því frekar óheppið að Gunnar og Haraldur hafi ekki fengið fleirri vinninga með því liði. 
Guðjón Valgarðsson 0.5. v af 1.  Nýr liðsmaður.  Tefldi bara eina skák í seinni hluta.  À eftir að koma sterkur inn seinna. m.a í hraðskákina.

Jónas Jónasson 1. v af 1 (4.5 af 5).  Stóð sig frábærlega.  Tefldi bara eina skák í seinni hlutanum gegn Sigurlaugu TR á 1. borði og sigraði. 

Sverrir Sigurðsson 2. v af 3.  Kom sterkur inn í seinni hlutan.  Sverrir var lykilmaður í A-liði Víkinga thegar við unnum 4. deildina, en hefur verir í skákpásu.

Sigurður Ingason 2. v af 3 (5.5 af 7).  Góð framistaða.  Tefldi allar skákirnar og tapaði ekki skák.

Jón Ùlfljótsson 2.5 v af 3 (4.5 af 6). Góð framistaða. Öryggið uppmálað.  Tapaði ekki skák..

Svavar Viktorsson 2.5 v af 3 (5 af 7).  Góð framistaða.  Tapaði bara í 2. umferð.

Björn Grétar 0. v af 1 (1 af 2).  

Ágúst Örn Gíslason 1. v af 1.  Telfdi eina í seini hlutanum.

Gunnar Ingibergsson 1 v af 1.  Tefldi bara í fyrri hluta

Sveinn Ingi Sveinsson 0.5 v af 1.  Tefldi bara í fyrri hluta.

Baldvin Skúlason 0.5 v. af 1.  Tefldi bara í fyrri hluta.

 






No comments:

Post a Comment