Saturday, March 23, 2013

Uppskeruhátíð Víkingaklúbbsins

Á uppskeruhátíð Víkingaklúbbsins 22. mars síðasliðin gafst félagsmönnum loksins tækifæri á að hittast og fagna tvöföldum Íslandsmeistaratitli.  Við fengum skáksambandssalinn fyrir hátíðarhöldin og  var nokkuð góð mæting liðsmanna og góðra félaga um kvöldið.  Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands hélt mjög fróðlegan fyrirlestur um Lewis taflmennina sem fundust á Suðureyjum 1830, en taflmennirnir eru einna merkustu hlutir í eigu British Museum.  Guðmundur hefur sýnt fram áð að taflmennirnir eru ekki norskir heldur íslenskir.  Skemmtilegar umræður um forna skák Víkinga urðu eftir fyrirlesturinn, m.a um tafl og hið forna hnefatafl.  Eftir vel heppnaðan fyrirlestur var haldið hraðskákmót, sem Ólafur B. Þórsson sigraði, en hann leyfði aðeins eitt jafntefli og endaði með 8.5 vinninga.  Næstur kom Gunnar Fr. Rúnarsson með 7.5 vinninga og leyfði þrjú jafntefli.  Þriðji kom Tómas Björnsson með 7. vinninga af níu mögulegum.

Úrslit:

* 1 Òlafur B. Þórsson 8.5 v.

* 2 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5

* 3  Tómas Björnsson 7

* 4 Lárus Knútsson 6

* 5 Arnar Ingólfsson 6 v.

* 6 Sturla Þórðarson 4

* 7 Þröstur Þórsson 3

* 8 Ingi Tandri Traustason 2.5 (tefldi ekki 3. síðustu)

* 9 Kári Carlsen 1

* 10 Sigurgeir Carlsen 0













No comments:

Post a Comment