Monday, March 31, 2014

Ný stjórn-nýr formaður-ALL IN

Frábæru kepppnistímabili fer nú senn að ljúka með Páskaeggjamóti fyrir krakkana 9. april og Hraðskákmóti Víkingaklúbbsins 10. april.  Eftir  það verða  þrjár Víkingaskákæfingar (mót) og sumarfrí.  Barnaæfingar verða svo út mai.  Thað er hins vegar ekkert leyndamál að við verðum teknir inn í Knattspyrnufélagið Víking á næsta aðalfundi  þess í vor.  Einnig hefur thað spurst út að nýr formaður mun koma úr viðskiptalífinu, mikill áhugamaður um skák.  Við megum  því miður ekki tilkynna strax hver  það verður enda verður aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings ekki fyrr en í mai.  Við höfum verið meistarar tvö ár í röð og  það hefur verið gamla formanninum mikil gleði, en hann hefur samt lagt öfuráheyrslu á að næsti vetur verði bara rólegur. Keyrt verði á sterkt lið í efstu deild, en hugmyndin var einungis sú að vera í miðju deildarinnar (halda sér í deildinni).  Keyra á faglegt unglingastarf og bæta innviðina.  Næsta tímabil verður líka fjárhagslega miklu betra með nýjum kraftmiklum formanni og jafnvel  þótt félagið fái bara 50% ( þ.s 50% af  rekstrarstyrk sem annað Reykjavíkurfélag með ekkert fullorðinsstarf fær frá borginni) styrk frá borginni,  þá er framtíðin björt.  Frábært bakland í Víkinni gerir vissulega gæfumuninn og sem dæmi  þá erum við að halda 40-50 krakka mót í næstu viku  þar sem allir fá páskaegg, en tenglsanet Víkings inn í viðskiptalífið gerir  þetta kleift.

Nýr formaður tekur  það hins vegar ekki í mál, að slaka á næsta tímabil.  Hann segist ekki ætla að vera í  þessu bara til að vera með.   það verður  því keyrt á að vinna deildina  þriðja árið í röð undir nýju nafni Skákdeildar Víkings (örlítil nafnabreyting sem krafist verður af Víking sem verður samþykkt af stjórn S.Í).  það verða  því tveir skemmtilegir ofurmeistarar sem leiða munu liðið næsta tímabil, annars vegar vinur okkkar Pavel Eljanov og hins vegar pólski ofurstórmeistarinn Radosław Wojtaszek á öðru borði.  B sveitin verður líka sterk, enda viljum við enn meira vinna  þá deild.  Við höfum unnið allt nema 2. deild (unnið hraðmótið, 4, 3 og 1 deild).  Bandaríski stórmeistarinn Walter Browne og Portúgalinn Luis Galegó munu leiða  þá sveit.

Pólski ofurstórmeistarinn Radosław Wojtaszek (2720) og unnusta hans munu mæta í haust.



Saturday, March 29, 2014

Hraðskákmót Víkings 2014!

Hraðskákmót Víkings verður haldið 10. april (fimmtudagur) kl 20.00 í Víkinni.  Tefldar verða 11. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma.  Allir skákmenn velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Boðið verður upp á léttar veitingar.  


Víkingaklúbburinn er núna að enda vetrarstarf sitt, en klúbburinn skrifaði sig inn í skáksöguna í vetur þegar liðið var Íslandsmeistari í 1. deild annað árið í röð.  Starfið hefur gengið vel í vetur, en mánaðaralegar æfingar hafa verið í skák og Víkingaskák annan hvern miðvikudag í vetur.  Einnig voru vikulegar barnaskákæfingar í Víkinni á miðvikudögum frá 17.00-18.30.  Síðasti viðburður vetrarins er liðakeppni í Víkingaskák miðvikudaginn 14. mai.

Dagskráin fram á vor:

9. april. 17.10-18.30.  Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins
10. april. Hraðskákmót Víkings. (11. umferðir, 5. mínútur). Víkin. kl. 20.00.
16. april. Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák.   Staðsetning óákveðin. Kl. 20.00
30. apríl. Víkingaskákæfing. Staðsetning óákveðin. Kl. 20.00.
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

Sumarfrí 

Wednesday, March 26, 2014

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins 2014

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 9. april. Tefldar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.00. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Keppt verður þrem flokkum: Flokki fæddra 1998-2004, flokki fæddra 2005 og yngstu krakkarnir tefla peðaskák 
(þrjú mót).   Allir fá páskaegg fyrir framistöðu sína og  þátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaæfingar Víkingaklúbbsins verða vikulega á miðvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauðsynlegt er að skrá sig (nafn og fæðingarár) til að tryggja þátttöku.

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com 

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagið Víkingur


Tuesday, March 25, 2014

Ingi Tandri sigrar á Víkingaskákæfingu

Fyrsta Víkingaskákæfingin eftir Íslandsmót skákfélaga og Reykjavík Open var haldin laugardagskvöldið 22. mars heima hjá formanni skákfélagsins. Létt var yfir mönnum, enda var félagið að fagna Íslandsmeistaratitli á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk fyrr í mánuðinum. Ingi Tandri Traustason kom sá og sigraði með glæsibrag. Síðan var tefld mót í gömlu skákinni, þar sem Ólafur Brynjar Þórsson varð hlutskarpastur.

 Úrslit:

* 1 Ingi Tandri Traustason 4.5 vinninga af 5.
* 2 Stefán Þór Sigurjónsson 3.5 v.
* 3 Gunnar Fr. R'unarsson 3.0 v.
* 4 Ólafur B. Þórsson 2.5 v
* 5 Halldór Ólafsson 1.5 v.
* 6 Hörður Garðarsson 0.0 v.



.

Miðvikudagsæfingar

Barnaæfingar hafa verið haldnar vikulega á miðvikudögum í allan vetur. Á síðustu æfingum hafa verið að koma inn ný andlit, en aðrir hafa komið og farið eins og gengur. Hinir nýju, Eskil Einarsson og Kristófer Þorgeirsson komu mest á óvart á léttu æfingamóti sem hadið var miðvikduaginn 19. mars. Kristófer var efstur þar til ein umferð var eftir, en beið þá lægri hlut fyrir Alexander, meðan Eskil sigraði í sinni skák. . Eskil mætti í miklum baráttuhug beint í skákina af Karateæfingu Víkings með græna beltið bundið um sig miðjan og endaði efstur með 3.5 vinninga úr fimm skákum.

 Úrslit:

* 1 Eskil Einarsson 3.5 v.
* 2 Kristófer Þorgeirsson 3.0
* 3 Tómas Róbertsson 3.0
* 4 Alexander 2.5
* 5 Stefán Stephensen 2.0
* 6 Jóhannes Guðmundsson 1.0






Wednesday, March 19, 2014

Myndir frá Íslandsmótinu









Víkingaskákæfing fellur niður

Víkingaskákæfing sem átti að vera í kvöld miðvikudag 19. mars fellur niður, en í staðin verður uppskeruhátíð Víkingaskákmanna haldin nú um helgina í tilefni thess að Víkingingaklúbburinn varð Íslandsmeistari skákfélaga í annað sinn.

Hraðskákmót Víkings og aðrir viðburðir verða sennilega færðir um einn dag, vegna Öðlingamótisins sem verða næstu miðvikudaga fram á vor.

Mótaáætlun fram á vor:

19. febrúar. Skákmót Vìkings. Víkin. kl 20.00 (7. umferðir, 3 umf 5. min og 4 umf 15. mínútur)
27. febrúar-1. mars. Íslandsmót skákfélaga
4. mars - 12. mars. N1 Reykjavíkurmótið 2014.
5. mars. Æfing fellur niður vegna Reykjavíkurskákmótsins.
19. mars. Víkingaskákæfing.  Fellur niður!!
22. mars. Víkingaskákæfing.  Uppskeruhátíð Víkingaklúbbsins.  Staðsetning óákveðin
2. april. Hraðskákmót Víkings. (11. umferðir, 5. mínútur). Víkin. kl. 20.00.
16. april. Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák. Víkin. Kl. 20.00
30. apríl. Víkingaskákæfing. Staðsetning óákveðin. Kl. 20.00.
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

Áætlun þessi getur tekið breytingum. Reynt er að láta ekki æfingar rekast á aðra viðburði í skákinni, sjá mótaáætlun S.Í, hér:

MINNUM Á UPPSKERUHÁTÍÐ VÍKINGASKÁKMANNA SEM HALDIN VERÐUR Á LAUGARDAGINN!

Monday, March 3, 2014

Myndir frá Íslandsmóti skákfélaga 2014

Lokastaðan í fyrstu deild:

Víkingaklúbburinn 55 v.
Skákfélagið GM Hellir 50,5 v.
Taflfélag Vestmannaeyja 50 v.
Taflfélag Bolungarvíkur 44,5 v
Taflfélag Reykjavíkur 44 v.
Skákfélag Akureyrar 37 v.
Skákdeild Fjölnis 33,5 v.
Skákfélagið GM Hellir b-sveit 25, v.
Vinaskákfélagið 10 v. (2 stig)
Taflfélag Reykjavíkur 10 v. (0 stig)

Röð efstu liða í 2. deild:

Skákfélag Reykjanesbæjar 27 v.
Skákfélag Íslands 25 v.
Skákdeild Hauka 23,5 v.

C-sveit GM Hellis og b-sveit Taflfélags Vestmannaeyja féllu niður í þriðju deild. 

Röð efstu liða í þriðju deild

Skákfélag Akureyrar b-sveit
Skákdeild KR Briddsfjelagið
Skáksamband Austurlands

B-sveit Skákdeildar KR og Skákfélags Sauðárkróks féllu niður í fjórðu deidld. 

Röð efstu liða í fjórðu deild

Skákfélag Reykjanesbæjar
b-sveit Skákfélag Akureyrar
c-sveit Skákfélag Akureyrar d-sveit

Nánar á skak.is: