Tuesday, March 25, 2014

Miðvikudagsæfingar

Barnaæfingar hafa verið haldnar vikulega á miðvikudögum í allan vetur. Á síðustu æfingum hafa verið að koma inn ný andlit, en aðrir hafa komið og farið eins og gengur. Hinir nýju, Eskil Einarsson og Kristófer Þorgeirsson komu mest á óvart á léttu æfingamóti sem hadið var miðvikduaginn 19. mars. Kristófer var efstur þar til ein umferð var eftir, en beið þá lægri hlut fyrir Alexander, meðan Eskil sigraði í sinni skák. . Eskil mætti í miklum baráttuhug beint í skákina af Karateæfingu Víkings með græna beltið bundið um sig miðjan og endaði efstur með 3.5 vinninga úr fimm skákum.

 Úrslit:

* 1 Eskil Einarsson 3.5 v.
* 2 Kristófer Þorgeirsson 3.0
* 3 Tómas Róbertsson 3.0
* 4 Alexander 2.5
* 5 Stefán Stephensen 2.0
* 6 Jóhannes Guðmundsson 1.0






No comments:

Post a Comment