Monday, March 31, 2014

Ný stjórn-nýr formaður-ALL IN

Frábæru kepppnistímabili fer nú senn að ljúka með Páskaeggjamóti fyrir krakkana 9. april og Hraðskákmóti Víkingaklúbbsins 10. april.  Eftir  það verða  þrjár Víkingaskákæfingar (mót) og sumarfrí.  Barnaæfingar verða svo út mai.  Thað er hins vegar ekkert leyndamál að við verðum teknir inn í Knattspyrnufélagið Víking á næsta aðalfundi  þess í vor.  Einnig hefur thað spurst út að nýr formaður mun koma úr viðskiptalífinu, mikill áhugamaður um skák.  Við megum  því miður ekki tilkynna strax hver  það verður enda verður aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings ekki fyrr en í mai.  Við höfum verið meistarar tvö ár í röð og  það hefur verið gamla formanninum mikil gleði, en hann hefur samt lagt öfuráheyrslu á að næsti vetur verði bara rólegur. Keyrt verði á sterkt lið í efstu deild, en hugmyndin var einungis sú að vera í miðju deildarinnar (halda sér í deildinni).  Keyra á faglegt unglingastarf og bæta innviðina.  Næsta tímabil verður líka fjárhagslega miklu betra með nýjum kraftmiklum formanni og jafnvel  þótt félagið fái bara 50% ( þ.s 50% af  rekstrarstyrk sem annað Reykjavíkurfélag með ekkert fullorðinsstarf fær frá borginni) styrk frá borginni,  þá er framtíðin björt.  Frábært bakland í Víkinni gerir vissulega gæfumuninn og sem dæmi  þá erum við að halda 40-50 krakka mót í næstu viku  þar sem allir fá páskaegg, en tenglsanet Víkings inn í viðskiptalífið gerir  þetta kleift.

Nýr formaður tekur  það hins vegar ekki í mál, að slaka á næsta tímabil.  Hann segist ekki ætla að vera í  þessu bara til að vera með.   það verður  því keyrt á að vinna deildina  þriðja árið í röð undir nýju nafni Skákdeildar Víkings (örlítil nafnabreyting sem krafist verður af Víking sem verður samþykkt af stjórn S.Í).  það verða  því tveir skemmtilegir ofurmeistarar sem leiða munu liðið næsta tímabil, annars vegar vinur okkkar Pavel Eljanov og hins vegar pólski ofurstórmeistarinn Radosław Wojtaszek á öðru borði.  B sveitin verður líka sterk, enda viljum við enn meira vinna  þá deild.  Við höfum unnið allt nema 2. deild (unnið hraðmótið, 4, 3 og 1 deild).  Bandaríski stórmeistarinn Walter Browne og Portúgalinn Luis Galegó munu leiða  þá sveit.

Pólski ofurstórmeistarinn Radosław Wojtaszek (2720) og unnusta hans munu mæta í haust.



No comments:

Post a Comment