Hraðskákmót Víkings verður haldið 10. april (fimmtudagur) kl 20.00 í Víkinni. Tefldar verða 11. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma. Allir skákmenn velkomnir og þátttaka er ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Víkingaklúbburinn er núna að enda vetrarstarf sitt, en klúbburinn skrifaði sig inn í skáksöguna í vetur þegar liðið var Íslandsmeistari í 1. deild annað árið í röð. Starfið hefur gengið vel í vetur, en mánaðaralegar æfingar hafa verið í skák og Víkingaskák annan hvern miðvikudag í vetur. Einnig voru vikulegar barnaskákæfingar í Víkinni á miðvikudögum frá 17.00-18.30. Síðasti viðburður vetrarins er liðakeppni í Víkingaskák miðvikudaginn 14. mai.
Dagskráin fram á vor:
9. april. 17.10-18.30. Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins
10. april. Hraðskákmót Víkings. (11. umferðir, 5. mínútur). Víkin. kl. 20.00.
16. april. Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák. Staðsetning óákveðin. Kl. 20.00
30. apríl. Víkingaskákæfing. Staðsetning óákveðin. Kl. 20.00.
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.
Sumarfrí
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.
Sumarfrí
No comments:
Post a Comment