Víkingaskákæfingin 23. april á Ölstöfunni varð mjög fjörug. Mættir voru helstu stjörnur reitana 85. Bestu Víkingaskákmenn heims í happy-hour stuði. Ingi Tandri Traustason var nýkominn úr frægðaför frá Danaríki, þar sem íslenska landsliðið í Kotru gerði frábæra hluti á Evrópumeistaramótinu. Ingi Tandri var í miklu stuði á æfingunni og vann allar fimm skákir sínar. Ingi náði því að vinna aðra Víkingaskákæfingu sína í röð sem telst vera vera mikið afrek. Ólafur B. Þórsson og Sigurður Ingason deildu 2-3 sætinu. Þröstur Þórsson kom næstur með 2.5 vinninga. Neðstir á mótinu urðu samt aldursforsetarnir og fyrrum Íslandsmeistar Gunnar Fr og Halldór Ólafsson. Gunnar gerði tvö jafntefli, en Halldór náði einu jafntefli. Aðrir þátttakendur á æfingunni voru m.a Páll Agnar Þórarinsson, Jorge Fonseca og Stefán Þór Sigurjónsson, sem tefldu allir í B-flokkinum, því þeir mættu of seint til leiks, en þeir æfðu nokkrar léttar skákir og voru í góðum gír. Margir áhorfendur voru staddir á Ölstofunni, enda frídagur hjá mörgum á sumardaginn fyrsta. Mjög skemmtileg stemming myndaðist á mótsstað og menn almennt sáttir við keppnistaðinn, en næsta mót (Meistaramót Víkingaklúbbsins) verður einmitt haldið á Ölstofunni miðvikudaginn 30. april og þá má búast við mikilli stemmingu á skákstað. Á æfingunni voru tefldar 5. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma.
Úrslit:
* 1 Ingi Tandri Traustason 5 vinninga af 5.
* 2 Sigurður Ingason 3.0 v.
* 3 Ólafur B. Þórsson 3.0 v.
* 4 Þröstur Þórsson 2.5 v
* 5 Gunnar Fr. Rúnarsson 1.0 v.
* 6 Haldór Ólafsson 0.0 v.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment