Friday, April 11, 2014

Stefán Þór sigrar á páskamóti Víkings 2014

Nokkuð góð mæting var á páskamóti Víkings sem fram fór í Víkinni á fimmtudagskvöldið 10. april.  21 keppandi skráði sig til leiks og meðal keppandi voru nokkrir skákmenn af yngri kynslóðinni sem var ánægjulegt.  Margir keppendur á mótinu tóku þátt í páskamóti Vìkings deginum áður og voru því búnir að tefla sig í gott form.

Í fyrstu umferð urðu meðal annars óvænt úrslit, þegar Hörður Garðarsson fyrrum Íslandsmeistari í bréfskák og reyndur meistari settist á móti ungum átta ára pilti, sem gerði sér lítið fyrir og vann gamla meistarann. Herði var mjög brugðið og varð nokkuð órólegur og fannst það einkennilegt að svo ungur drengur sem nýlega væri búinn að læra mannganginn legði hann svona auðveldlega að velli, en greinarhöfundur skýrði fyrir Herði að ungi maðurinn væri sko enginn nýgræðingur í skákinni, því hann væri einn efnilegasti skákmaður landsins í sínum aldursflokki, en ungi maðurinn heitir Óskar Víkingur Davíðsson.  Hörður hafði síðan vaðið fyrir neðan sig síðar í mótinu þegar hann mætti bróður Óskars, sem Stefán Orri heitir, en í þeirri skák var ekkert vanmat í gangi hjá meistara Herði.  

Mótið var mjög skemmtilegt og jafnt, en Stefán Þór Sigurjónsson náði að koma fyrstur í mark, fékk 9. vinninga af 10 mögulegum.  Annar varð Siguringi Sigurjónsson með 8. vinninga, en Gunnar Fr. Rúnarsson varð þriðji með 7.5 vinninga.  Efstur unglinga varð Halldór Atli Kristjánsson með 5. vinninga og bestu stigin, en þrír aðrir piltar náðu fimm vinningum í mótinu.  Tefldar voru 10 umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma. Eyjólfur Ármannsson mætti á svæðið með sölubás og einnig heiðursvíkingurinn Stefán Bjarnason í FISH auk Magnúsar Pálma Örnólfssonar sem átti tvo efnilega drengi á mótinu.  Skákstjórn var öruggum höndum Inga Tandra Traustasonar og Erlu Hjálmarsdóttur, sem hljóp í skarðið fyrir Inga, en Erla átti einnig tvo drengi á mótinu.

Úrslit:

* 1 Stefán Þór Sigurjónsson 9.0 af 10
* 2 Siguringi Sigurjónsson 8
* 3 Gunnar Fr. Rùnarsson 7.5
* 4 Ólafur B. Þórsson 7
* 5 Sigurður Ingason 6.0
* 6 Ingi Tandri Traustason 5.5
* 7 Kristján Halldórsson 5.5
* 8 Halldór Pálsson 5.5
* 9 Kristófer Ómarsson 5.5
* 10 Haldór Atli Kristjánsson 5
* 11 Hörður Garðarsson 5
* 12 Óskar Víkingur Davíðsson 5
* 13 Matthías Ævar Magnússon 5
* 14 Dagbjartur Taylor 5
* 15 Daníel Ernir Njarðarson 5
* 16 Snorri Karlsson 4.5
* 17 Sindri Kristófersson 3
* 18 Ólafur Örn Ólafsson 3
* 19 Jón Þór Lemery 3
* 20 Stefán Orri Davíðsson 2.5
* 21 Benedikt Ernir Magnússon 1
* 22 Tommi húsvörður 0

•Hraðskákmeistari Víkings:  Stefán Þór Sigurjónsson
•Unglingameistari Víkings:  Halldór Atli Kristjánsson








No comments:

Post a Comment