Monday, April 28, 2014

Íslandsmót Víkingaskákfélaga 2014!

Fimmta Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu föstudaginn 16. mai og hefst taflmennskan kl. 19.30.  Þegar hafa nokkur lið skráð sig til leiks. Liðin verða skipuð þriggja manna sveitum auk varamanna og eru tímamörk 15. mínútur á skákina.  Einn lánsmaður er leyfilegur í hverju liði.  Búist er við hörku barátu jafnra liða um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í Víkingaskák, en teflt verður um stóran farandbikar og eignarbikar auk þess sem veitt verða sérstök verðlaun fyrir árangur á hverju borði. Þeir sem ekki eru skráðir í lið geta komið og fengið að tefla með þeim liðum sem skráð eru til leiks.  Boðið er upp á veitingar á staðnum.  Áhugasamir sendi skráningu á vikingakklubburinn(hjá)gmail.com.

 Þau lið sem hafa skráð sig til leiks eru:

1. Víkingaklúbburinn (liðstjóri: Sigurður Ingason)
2. Forgjafarklúbburinn (liðstjóri: Halldór Ólafsson)
3. Skákfélag Vinjar (liðstjóri: Ingi Tandri Traustason)
4. Guttormur Tutti (liðstjóri: Þorgeir Einarsson)
5. Ó.S.K skákfélag
6. Skákfélag Íslands (liðstjóri:  Páll Andrason)

Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.

Sigurvegarar frá upphafi:

2010:  Víkingaklúbburinn, úrslit hér:
2011:  Víkingaklúbburinn, úrslit hér:
2012;  Forgjafarklúbburinn, úrslit hér: 
2013:  Skákfélag Vinjar, úrslit hér:

Myndir af Íslandsmeisturum 2013, Skákfélag Vinjar með eignar og farandbikarinn góða!



No comments:

Post a Comment