Wednesday, April 9, 2014

Úrslit á Páskaeggjamóti Víkingaklúbbsins 2014

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins sem fór fram miðvikudaginn 9. april var fjölmennasta mót í sögu félagsins. 62 krakkar hófu keppni í þrem flokkum. Krakkar fæddir 2005 og yngri kepptu í einum flokki, en í eldri flokki voru krakkar fæddir 2004 og eldri.  Átta krakkar voru skráðir til leiks í peðaskákinni. Tefldar voru 5. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma í mótinu, en í peðaskákinni voru tefldar sjö umferðir án klukku. 

Í peðaskákmótinu hófu átta krakkar mótið.  Efst varð Fjóla Dís Helgadóttir með 6.5 vinninga af sjö mögulegum, en hún á ekki langt að sækja hæfileika sína, því móðir henna er Ingibjörg Edda Birgisdóttir fyrrum Íslandsmeistari kvenna í skák.  Í 2-3 sæti urðu Brynja Vigdís Ingadóttir og Kári Siguringason með 5. vinninga.  Efstur Víkingaklúbbsmanna í peðamótinu varð Oreus Stefánsson með 4.5 vinninga.

Sigurvegari yngri flokks varð Óskar Víkingur Davíðsson en hann varð efstur á stigum eftir harða baráttu við litla bróður sinn Stefán Orra Davíðsson.  Þriðji eftir stigaútreikning varð Róbert Luu með 4. vinninga.  Jón Hreiðar Rúnarsson varð efstur Víkinga, en hann stóð sig frábærlega á Páskaeggjamót GM Heillis sem haldið var tveim dögum áður. Efst stúlkna í yngri flokki varð Ágústa Rún Jónsdóttir.  Alls tóku 25 krakkar þátt í yngri flokki.

Í eldri flokki sigraði Vignir Vatnar Stefánsson, en hann náði að vinna allar viðureignir sínar.  Næstir honum komu Björn Hòlm, en Mykael Kravchuk varð þriðji eftir stigaútreikning, en fimm drengir enduðu í 2-5 sæti með fjóra vinninga.  Efstur Víkingaklúbbsmanna í eldri flokki varð Kristófer Þorgeirsson, sem unnið hafði tvö síðustu æfingamót á barnaæfingu.  Efst stúlkna í eldri flokki varð Selma Guðmundsdóttir, en alls tóku 30 keppendur þátt í eldri flokki.

Stefán Bergsson skákstjóri stjórnaði mótinu af miklu öryggi og vann mikið þrekvirki, sem og Ingi Tandri Traustason, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Stefán Þór Sigurjónsson, Sigurður Ingason og fleirri.  Foreldrar tóku einnig ríkan þátt í mótahaldinu og Lenka Ptácníková stórmeistari var dugleg að benda efnilegum skáknemendum sínum á mótið. Allir krakkarnir fengu svo páskaegg að lokum, en Nói-Sírus styrkti mótið af miklum myndarskap með 40 páskaeggjum, en þau páskaegg sem uppá vantaði voru keypt í Bónus.

Eldri flokkur úrslit hér:

Vignir Vatnar Stefánsson 5
Björn Hólm 4
Mykael Kravchuk 4
Bárður Örn 4
Daníel Ernir Njarðarson 4
Arnar Jónsson 3.5
Matthías Ævar Magnússon 3
Benedikt Ernir Magnússon 3
Guðmundur Agnar Bragason 3
10 Einar Ernir 3
11 Brynjar Haraldsson 3
12 Aron Þór 3
13 Freyr Víkingur Einarsson 3
14 Jón Þór 3
15 Ólafur Örn Ólafsson 3
16 Jóhannes Bjarki 2.5
17 Selma Guðmundsdóttir 2
18 Hallgrímur Páll 2
19 Sævar Breki Snorrason 2
20 Alexander Mai 2
21 Birkir Snær Brynleifsson 2
22 Kristófer Þorgeirsson 2
23 Lárus 2
24 Steinar Logi Jónatansson 2
25 Auður Katrín Jónasdóttir 1.5
26 Tómas Karl Róbertsson 1
27 Sigrún Ásta Jónsdóttir 1
28 Íris Daðadóttir 1
29 Alexander 1
30 Jóhannes Guðmundsson 1
31 Bjarki Arnaldarson
32 Jón Ágúst Haraldsson
33 Stefán Stephensen
34 Þorleifur Fúsi Guðmundsson


Yngri flokkur úrslit hér:

Óskar Víkingur Davíðsson 4.5
Stefán Orri Davíðsson 4.5
Róbert Luu 4
Baltasar Máni 4
Adam Omarsson 3
Jón Hreiðar Rúnarsson 3
Magnús Hjaltason 3
Daníel Sveinsson 3
Ísak Orri Karlsson 3
10 Alexander Már Bjarnþórsson 3
11 Magnús 3
12 Nikolaj 3
13 Stefán Orri Guðmundsson 2.5
14 Gabríel Sær Bjarnþórsson 2
15 Jónas Guðmundsson 2
16 Jakob Atli 2
17 Andri Már Helgason2
18 Guðmann Brimar Bjarnason 2
19 Ásgeir Bragi 2
20 Úlfur Bragason 2
21 Jón Ágúst 1.5 v.
22 Bjarki 3
23 Steinþór Hólmar 3
24 ÁgústaRúnJónasdóttir 1
25 Sebastian 1
26 Daníel
27 Elsa Kristín Arnaldardóttir
28 Kolbeinn Helgi Magnússon
29 Margrét Hekla
30 Sesselja Fanney Kristjánsdóttir


Úrslit í peðaskák

1. Fjóla Dís Helgadóttir 6.5 2 Brynja Vigdís Ingadóttir 5 3 Kári Siguringason 5 4. Orfeus Stefánsson 4.5 5. Ragna Rúnarsdóttir 4 6. Margrét Hekla Finnsdóttir 1.5 7. Bergþóra Gunnarsdóttir 1.5













No comments:

Post a Comment