Sunday, May 18, 2014

Skákfélag Vinjar sigrar á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga annað árið í röð!

Skákvertíð Víkingaskákmanna lauk föstudaginn 16. mai í Víkingsheimilinum, þegar fimmta Íslandsmeistaramót Víkingaskákfélaga fór fram.  Fimm skemmtileg lið áttu kappi í hörkukeppni, en Íslandsmeistarar síðasta árs Skákfélag Vinjar freistuðu þess að verja titilinn frá 2013.   Vinjarmenn voru í miklu stuði á mótinu og fljótlega tóku þeir örugga forustu sem þeir létu ekki af hendi.  Víkingaklúbburinn fylgdi þeim eftir í baráttunni til að byrja með, en steinlágu fyrir Vin í 3. umferð.  Forgjafarklúbburinn kom þriðji í mark.   Tvö athyglisverðustu lið keppninnar voru Skákklúbburinn Ó.S.K sem skipuð var fjórum konum og hitt liðið var Óli og útlendingaherdeildin (Eastern Barberians), en í því liði tefli m.a japanski fjöllistamaðurinn Koho og rússneski líffræðingurinn Rosei Simkevice.  Alls tóku átján keppendur þátt í mótinu, en keppt var í þriggja manna liðum.  Tefldar voru fimm umferðir þar sem umhugsunartíminn var 15. mínútur á Víkingaskákina.

Lokastaðan:

1. Skákfélag Vinjar 14½ vinningur af 15 mögulegum
2. Víkingaklúbburinn 10½ v.
3. Forgjafarklúbburinn 9 v.
4. Eastern Barberians 7 v.
5. Skákklúbburinn Ó.S.K 4 v.

Besti árangur á hverju borði:

1. borð:  Ingi Tandri Traustason(Vin) 5. v af 5
2. borð:  Stefán Þór Sigurjónsson (Vin) 5 v.
3. borð:  Bjarni Sæmundsson (Vin) 4.5 v

Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn: Halldór Ólafsson, Sigurður Ingason & Þröstur Þórsson.
Ó.S.K:  Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Þorbjörg Sigfúsdóttir & Ásrún Bjarnadóttir
Forgjafarklúbburinn: Tómas Björnsson, Gunnar Fr. Rúnarsson, Halldór Pállson & Hörður Garðarsson
Vin: Ingi Tandri Traustason, Stefán Þór Sigurjónsson og Bjarni Sæmundsson
Eastern Barberians:  Ólafur B. Þórsson, Koho & Rosie Simkedice

1.umf
    Forgjafarklúbburinn -Víkingaklúbburinn 1-2
    Ó.S.K-Vin 3-0
    Eastern Barberians sat yfir

    2.umf

    Vin-Fjorgjafarklúbburinn 3-0
    Eastern Barberians-Ó.S.K 2-1
    Víkingaklúbburinn sat yfir

    3.umf

    Forgjafaklúbburinn-Eastern Barberians 2-1
    Víkingaklúbburinn-Vin 0.5-2.5
    Ó.S.K sat yfir

    4.umf

    Eastern Barberians-Víkingaklúbburinn 1-2
    Ó.S.K-Forgjafarklúbburinn 0-3
    Vin sat yfir

    5.umf

    Víkingaklúbburinn-Ó.S.K 3-0
    Vin-Eastern Barberians 3-0
    Forgjafarklúbburinn sat yfir




























    Úrslit á Vormóti Víkingaklúbbsins 2014

    Vormót Víkingaklúbbsins sem fór fram miðvikudaginn 14. mai var jafnframt síðasta formlega barnaæfingin vetur og þar með fór barnastarfið formlega í sumarfrí.  32 krakkar hófu keppni í tveim flokkum.  Krakkar fæddir 2005 og yngri kepptu í einum flokki, en í eldri flokki voru krakkar fæddir 2004 og eldri  Tefldar voru 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.

    Sigurvegari yngri flokks varð Róbert Luu, en hann og Alexander Már urðu efstir og jafnir með 5. vinninga, þegar móti lauk.  Þeir tefldu svokallaða "Harmageddonskák" um efsta sætið, sem fór svo að Róbert Luu sigraði.  Í þriðja sæti varð svo hinn efnilegai Stefán Orri Víkingsson með 4.5 vinninga.  Efstur Víkinga varð Jón Hreiðar Rúnarsson með 3.5 vinninga.  Svo virðist sem úrslit á skák Guðmanns Brimars og Alexanders Más í 2. umferð hafi verið bókuð sem sigur Alexanders, en hið rétta var að Guðmann Brimar vann þá, skák (Alexander lék ólöglegum leik). Guðmann færist því upp um töfluna í 4-5 sætið ásamt Jóni Hreiðari sem besti Vìkingurinn.  

    Í eldri flokki sigraði Guðmundur Agnar Bragason, Mykael Kravshuk og Björn Hólm.  Eftir mótið var það staðfest að Guðmundur Agnar hafði í tveim skákum þurft að þola ranglæti af hendi mótshaldara, því hann fékk ranglega skráð jafntefli í 3. umferð og tap í 4. umferð sem kom í ljós síðar að mistök hefðu átt sér stað.  Úrslitum í fjórðu skákinni var snúið við og breytt í jafntefli eftir mótið, þannig að Guðmundur færðist upp í efsta sætið ásamt Mykael og Birni.  Vegna þessara mistaka fékk Guðmundur ekki tækifæri á að keppa í bráðabana um 1. verðlaunin, sem Mykael Kracshuk og Björn Hólm tefldu um.  Kristófer Þorgeirsson varð efstur Víkinga í eldri flokki.  

    Stefán Þór Sigurjónsson, Sigurður Ingason og Gunnar Fr. Rúnarsson stjórnuðu mótinu ásamt nokkrum foreldrum sem hjálpuðu til.  Þátttaka var meö besta móti og margir foreldrar og áhorfendur létu sjá sig og skemmtu sér konunglega yfir mikilli baráttu.

    Því miður komu nokkur ágreiningur upp á skákstað, sem skákstjórar náðu ekki að leysa vegna reynsluleysis og beðist er afsökunnar á mistökunum, sem höfðu áhrif á baráttu um efsta sætið í eldri flokk og einnig í yngri flokki. Gefin hafði verið út sú lína að fidehraðskákreglur myndu gilda á mótinu, reglur eins og ólöglegur leikur tap osf. Þetta höfum við notað áður á barnamótum, s.b páskamótinu.  Margir reynsluboltar í unglingastarfi fullyrða hins vegar að það gefist mun betur að tefla með breyttum reglum á barnamótum, þs við ólöglegum leik eigi að bæta við tíma andstæðingsins.

    Eldri flokkur úrslit hér:

    1-3 Guðmundur Agnar Bragason 5
    1-3 Björn Hólm 5
    1-3 Mykael Kravchuk 5
    Bárður Örn 4.5
    5 Jón Thór Lemery 4.5
    6 Lárus Otto Sigurðsson 4
    7 Aron Thór Mai 3.5
    8 Alexander Oliver Mai 3
    9 Brynjar Örn Haraldsson 3
    10 Aron Kristinn Jónsson 3
    11 Otto Bjarki 3
    12 Arnar Jónsson 3
    13 Einar Ernir Magnússon 2.5
    14 Thorleifur Fúsi Guðmundsson 2.5
    15 Steinar Logi Jónatansson 2
    16 Birkir A. Brynleifsson 2
    17 Anti Thai 2
    18 Kristofer Thorgeirsson 2
    19 Sigurður Már  Pétursson 1
    20 Jóhannes Guðmundsson 1

    Yngri flokkur úrslit hér:

    1-2 Róbert Luu 5 
    1-2 Alexander Már Bjarnthorsson 5
    3 Stefán Orri Davíðsson 4.5
    4-5 Jón Hreiðar Rúnarsson 3.5
    4-5 Guðmann Brimar Bjarnason 3.5
    6 Adam Ómarsson 3
    7 Gabriel Sær Bjarnthórsson 2.5
    8 Freyja Birkisdóttir
    9 Úlfar Bragason 2
    10 Sólon Siguringason 2
    11 Karitas Jensdóttir 1
    12 Sigurður Rúnar Gunnarsson 1












    Friday, May 9, 2014

    Vormót Víkingaklúbbsins 2014

    Síðasta barnaæfing vetrarins verður miðvikudaginn 14 mai.  Í tilefni þess að nú skal haldið í sumarfrí, þá verður haldið Vormót Víkingakĺúbbsins.  Tefldar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15.   Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.   Keppt verður tveim flokkum:   Flokki fæddra 1998-2004 og flokki fæddra 2005 og yngri.   Bikar verður í verðlaun fyrir efsta sæti í hvorum flokki, en verðlaunapeningar verða fyrir annað og þriðja sætið.

    Skákstjórar verða þeir Siguður Ingason og Gunnar Fr. Rúnarsson, sem eru nýútskrifaðir úr skákstjórnarnámskeiði Skáksambands Íslands nú um helgina.

    Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com   

    Tilgreina skal nafn og fæðingarár.  Við vonumst til að sjá sem flesta.

    Heimilisfang hér: 

    Knattspyrnufélagið Víkingur
    Traðarlandi 1, 108 Reykjavík

    Meðal þeirra sem hafa skráð sig til leiks eru þeir Guðmann Brimar Bjarnason og Adam Ómarsson sem eru báðir fæddir árið 2007.





    Dagskráin fram á vor:  

    14. mai.  Sumarmót Víkingaklúbbsins.  Víking kl. 17.15

    16. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.  (Nŷ dagsetning)

    14. mai - 1. júní.  Íslandsmótið í skák (landsliðsflokkur & áskorendaflokkur).  Margir Víkingar taka þátt.

    4. júní.  Firmamót Víkingaklúbbsins.    Víkin.  kl.  18.00.  (Nýtt)

    Sunday, May 4, 2014

    Starfseminn

    Senn halda Víkingaskákmenn í sumarfrí.  Síðasta barnaæfing verður 14. mai og endar með léttu sumarmóti.  Krakkarnir verða vonandi ekki komnir í sumarfrí, því fyrirtækjakeppni Víkingaklúbbsins (firmamót) verður haldið í lok mánaðarins miðvikudaginn 28. mai, eða jafnvel miðvikudaginn 4. júní, til að rekast ekki á Íslandsmótið í skák sem byrjar 23. mai.  Stefnt verður að því að byrja mótið kl. 18.00 til að gera börnum og unglingum kleft að vera með.  Tefldar verða 7. umferði með 7. mínútna umhugsunartíma.  Mótið er öllum opið og fyrirkomulag er þannig að þátttakendur sem ekki tilheyra sérstöku fyrirtæki draga það fyrirtæki sem þeir tefla fyrir í mótinu. Við hvetjum alla skákáhugamenn til að mæta á Sumarmót Víkingaklúbbsins 2014!  Mótið verður nánar auglýst síðar. 

    Íslandsmótið Víkingaskákfélaga verður haldið fimmtudaginn 15. mai.  Breytt dagsetning til að rekast ekki á Öldungamótið í hraðskák.

    Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í lok maimánaðar og þá verður Víkingaklúbburinn að öllum líkindum teknir formlega inn í Víking.  Samstarfið hefur gengið mjög vel og formleg innganga mun bara styrkja félagið til framtíðar.  Stjórnin og almennir félagar munu þó þurfa að hittast fyrir fundinn til að samþykkja gjörninginn.

    Dagskráin fram á vor:  

    14. mai.  Sumarmót Víkingaklúbbsins.  Víking kl. 17.00

    15. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

    14. mai - 1. júní.  Íslandsmótið í skák (landsliðsflokkur & áskorendaflokkur).  Margir Víkingar taka þátt.

    28. mai. (eða 4. júní)  Firmamót Víkingaklúbbsins.    Víkin.  kl.  20.00.  (Nýtt)

    SUMARFRÍ

    Á síðasta miðvikudag var Víkingaklúbburinn með tvo viðburði, sem var svo sem ekki í frásögur færandi.
    Barnæfing var á kl 17.00, en um kvöldið var svo meistaramót klúbbsins í íslensku Víkingaskákinni.  Það er alltaf gaman að sjá nýliða mæta til leiks, en það gerist sem betur fer öðru hvoru.

    Á barnaæfinguna mætti ungur áhorfandi,  Hann var bara sex ára og var kominn til að hitta bróður sinn sem var á karateæfingu.  Pilturinn horfði fast á krakkana æfa sig og virtist vera í leiðslu, þar til greinahöfundur ákvað að spyrja drenginn hvort hann kynni mannganginn.  Hann sagðist kunna að tefla, þannig að sá stutti tefldi fimm skákir og stóð sig með mikilli prýði.  Hann sagðist vera frá Philipseyjum og vera í 1. bekk.  Svo var hann rokinn út, áður en hægt væri að spyrja hann að nafni aftur.  Það gæti aldrei farið svo að næsti Wesley So muni bara koma frá Íslandi?

    Á Meistaramóti Víkingaklúbbsins mætti óvæntur gestur til leiks.  Japanski fjöllistamaðurinn Kotto var mættur á svæðið í boði Ólafs B. Þórssonar.  Kotto tók síðan þátt í sínu fyrsta Víkingaskákmóti og sýndi góða takta. Virkilega skemmtilegur keppandi, sem vakti hug og hjörtu keppanda sem og áhorfenda á mótinu á Ölstofunni.  Kotto mun mæta til leiks á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga síðar í mánuðinum