Sunday, May 4, 2014

Starfseminn

Senn halda Víkingaskákmenn í sumarfrí.  Síðasta barnaæfing verður 14. mai og endar með léttu sumarmóti.  Krakkarnir verða vonandi ekki komnir í sumarfrí, því fyrirtækjakeppni Víkingaklúbbsins (firmamót) verður haldið í lok mánaðarins miðvikudaginn 28. mai, eða jafnvel miðvikudaginn 4. júní, til að rekast ekki á Íslandsmótið í skák sem byrjar 23. mai.  Stefnt verður að því að byrja mótið kl. 18.00 til að gera börnum og unglingum kleft að vera með.  Tefldar verða 7. umferði með 7. mínútna umhugsunartíma.  Mótið er öllum opið og fyrirkomulag er þannig að þátttakendur sem ekki tilheyra sérstöku fyrirtæki draga það fyrirtæki sem þeir tefla fyrir í mótinu. Við hvetjum alla skákáhugamenn til að mæta á Sumarmót Víkingaklúbbsins 2014!  Mótið verður nánar auglýst síðar. 

Íslandsmótið Víkingaskákfélaga verður haldið fimmtudaginn 15. mai.  Breytt dagsetning til að rekast ekki á Öldungamótið í hraðskák.

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í lok maimánaðar og þá verður Víkingaklúbburinn að öllum líkindum teknir formlega inn í Víking.  Samstarfið hefur gengið mjög vel og formleg innganga mun bara styrkja félagið til framtíðar.  Stjórnin og almennir félagar munu þó þurfa að hittast fyrir fundinn til að samþykkja gjörninginn.

Dagskráin fram á vor:  

14. mai.  Sumarmót Víkingaklúbbsins.  Víking kl. 17.00

15. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

14. mai - 1. júní.  Íslandsmótið í skák (landsliðsflokkur & áskorendaflokkur).  Margir Víkingar taka þátt.

28. mai. (eða 4. júní)  Firmamót Víkingaklúbbsins.    Víkin.  kl.  20.00.  (Nýtt)

SUMARFRÍ

Á síðasta miðvikudag var Víkingaklúbburinn með tvo viðburði, sem var svo sem ekki í frásögur færandi.
Barnæfing var á kl 17.00, en um kvöldið var svo meistaramót klúbbsins í íslensku Víkingaskákinni.  Það er alltaf gaman að sjá nýliða mæta til leiks, en það gerist sem betur fer öðru hvoru.

Á barnaæfinguna mætti ungur áhorfandi,  Hann var bara sex ára og var kominn til að hitta bróður sinn sem var á karateæfingu.  Pilturinn horfði fast á krakkana æfa sig og virtist vera í leiðslu, þar til greinahöfundur ákvað að spyrja drenginn hvort hann kynni mannganginn.  Hann sagðist kunna að tefla, þannig að sá stutti tefldi fimm skákir og stóð sig með mikilli prýði.  Hann sagðist vera frá Philipseyjum og vera í 1. bekk.  Svo var hann rokinn út, áður en hægt væri að spyrja hann að nafni aftur.  Það gæti aldrei farið svo að næsti Wesley So muni bara koma frá Íslandi?

Á Meistaramóti Víkingaklúbbsins mætti óvæntur gestur til leiks.  Japanski fjöllistamaðurinn Kotto var mættur á svæðið í boði Ólafs B. Þórssonar.  Kotto tók síðan þátt í sínu fyrsta Víkingaskákmóti og sýndi góða takta. Virkilega skemmtilegur keppandi, sem vakti hug og hjörtu keppanda sem og áhorfenda á mótinu á Ölstofunni.  Kotto mun mæta til leiks á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga síðar í mánuðinum



No comments:

Post a Comment