Friday, May 9, 2014

Vormót Víkingaklúbbsins 2014

Síðasta barnaæfing vetrarins verður miðvikudaginn 14 mai.  Í tilefni þess að nú skal haldið í sumarfrí, þá verður haldið Vormót Víkingakĺúbbsins.  Tefldar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15.   Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.   Keppt verður tveim flokkum:   Flokki fæddra 1998-2004 og flokki fæddra 2005 og yngri.   Bikar verður í verðlaun fyrir efsta sæti í hvorum flokki, en verðlaunapeningar verða fyrir annað og þriðja sætið.

Skákstjórar verða þeir Siguður Ingason og Gunnar Fr. Rúnarsson, sem eru nýútskrifaðir úr skákstjórnarnámskeiði Skáksambands Íslands nú um helgina.

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com   

Tilgreina skal nafn og fæðingarár.  Við vonumst til að sjá sem flesta.

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík

Meðal þeirra sem hafa skráð sig til leiks eru þeir Guðmann Brimar Bjarnason og Adam Ómarsson sem eru báðir fæddir árið 2007.





Dagskráin fram á vor:  

14. mai.  Sumarmót Víkingaklúbbsins.  Víking kl. 17.15

16. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.  (Nŷ dagsetning)

14. mai - 1. júní.  Íslandsmótið í skák (landsliðsflokkur & áskorendaflokkur).  Margir Víkingar taka þátt.

4. júní.  Firmamót Víkingaklúbbsins.    Víkin.  kl.  18.00.  (Nýtt)

No comments:

Post a Comment