Sunday, May 18, 2014

Úrslit á Vormóti Víkingaklúbbsins 2014

Vormót Víkingaklúbbsins sem fór fram miðvikudaginn 14. mai var jafnframt síðasta formlega barnaæfingin vetur og þar með fór barnastarfið formlega í sumarfrí.  32 krakkar hófu keppni í tveim flokkum.  Krakkar fæddir 2005 og yngri kepptu í einum flokki, en í eldri flokki voru krakkar fæddir 2004 og eldri  Tefldar voru 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.

Sigurvegari yngri flokks varð Róbert Luu, en hann og Alexander Már urðu efstir og jafnir með 5. vinninga, þegar móti lauk.  Þeir tefldu svokallaða "Harmageddonskák" um efsta sætið, sem fór svo að Róbert Luu sigraði.  Í þriðja sæti varð svo hinn efnilegai Stefán Orri Víkingsson með 4.5 vinninga.  Efstur Víkinga varð Jón Hreiðar Rúnarsson með 3.5 vinninga.  Svo virðist sem úrslit á skák Guðmanns Brimars og Alexanders Más í 2. umferð hafi verið bókuð sem sigur Alexanders, en hið rétta var að Guðmann Brimar vann þá, skák (Alexander lék ólöglegum leik). Guðmann færist því upp um töfluna í 4-5 sætið ásamt Jóni Hreiðari sem besti Vìkingurinn.  

Í eldri flokki sigraði Guðmundur Agnar Bragason, Mykael Kravshuk og Björn Hólm.  Eftir mótið var það staðfest að Guðmundur Agnar hafði í tveim skákum þurft að þola ranglæti af hendi mótshaldara, því hann fékk ranglega skráð jafntefli í 3. umferð og tap í 4. umferð sem kom í ljós síðar að mistök hefðu átt sér stað.  Úrslitum í fjórðu skákinni var snúið við og breytt í jafntefli eftir mótið, þannig að Guðmundur færðist upp í efsta sætið ásamt Mykael og Birni.  Vegna þessara mistaka fékk Guðmundur ekki tækifæri á að keppa í bráðabana um 1. verðlaunin, sem Mykael Kracshuk og Björn Hólm tefldu um.  Kristófer Þorgeirsson varð efstur Víkinga í eldri flokki.  

Stefán Þór Sigurjónsson, Sigurður Ingason og Gunnar Fr. Rúnarsson stjórnuðu mótinu ásamt nokkrum foreldrum sem hjálpuðu til.  Þátttaka var meö besta móti og margir foreldrar og áhorfendur létu sjá sig og skemmtu sér konunglega yfir mikilli baráttu.

Því miður komu nokkur ágreiningur upp á skákstað, sem skákstjórar náðu ekki að leysa vegna reynsluleysis og beðist er afsökunnar á mistökunum, sem höfðu áhrif á baráttu um efsta sætið í eldri flokk og einnig í yngri flokki. Gefin hafði verið út sú lína að fidehraðskákreglur myndu gilda á mótinu, reglur eins og ólöglegur leikur tap osf. Þetta höfum við notað áður á barnamótum, s.b páskamótinu.  Margir reynsluboltar í unglingastarfi fullyrða hins vegar að það gefist mun betur að tefla með breyttum reglum á barnamótum, þs við ólöglegum leik eigi að bæta við tíma andstæðingsins.

Eldri flokkur úrslit hér:

1-3 Guðmundur Agnar Bragason 5
1-3 Björn Hólm 5
1-3 Mykael Kravchuk 5
Bárður Örn 4.5
5 Jón Thór Lemery 4.5
6 Lárus Otto Sigurðsson 4
7 Aron Thór Mai 3.5
8 Alexander Oliver Mai 3
9 Brynjar Örn Haraldsson 3
10 Aron Kristinn Jónsson 3
11 Otto Bjarki 3
12 Arnar Jónsson 3
13 Einar Ernir Magnússon 2.5
14 Thorleifur Fúsi Guðmundsson 2.5
15 Steinar Logi Jónatansson 2
16 Birkir A. Brynleifsson 2
17 Anti Thai 2
18 Kristofer Thorgeirsson 2
19 Sigurður Már  Pétursson 1
20 Jóhannes Guðmundsson 1

Yngri flokkur úrslit hér:

1-2 Róbert Luu 5 
1-2 Alexander Már Bjarnthorsson 5
3 Stefán Orri Davíðsson 4.5
4-5 Jón Hreiðar Rúnarsson 3.5
4-5 Guðmann Brimar Bjarnason 3.5
6 Adam Ómarsson 3
7 Gabriel Sær Bjarnthórsson 2.5
8 Freyja Birkisdóttir
9 Úlfar Bragason 2
10 Sólon Siguringason 2
11 Karitas Jensdóttir 1
12 Sigurður Rúnar Gunnarsson 1












No comments:

Post a Comment