Sunday, May 18, 2014

Skákfélag Vinjar sigrar á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga annað árið í röð!

Skákvertíð Víkingaskákmanna lauk föstudaginn 16. mai í Víkingsheimilinum, þegar fimmta Íslandsmeistaramót Víkingaskákfélaga fór fram.  Fimm skemmtileg lið áttu kappi í hörkukeppni, en Íslandsmeistarar síðasta árs Skákfélag Vinjar freistuðu þess að verja titilinn frá 2013.   Vinjarmenn voru í miklu stuði á mótinu og fljótlega tóku þeir örugga forustu sem þeir létu ekki af hendi.  Víkingaklúbburinn fylgdi þeim eftir í baráttunni til að byrja með, en steinlágu fyrir Vin í 3. umferð.  Forgjafarklúbburinn kom þriðji í mark.   Tvö athyglisverðustu lið keppninnar voru Skákklúbburinn Ó.S.K sem skipuð var fjórum konum og hitt liðið var Óli og útlendingaherdeildin (Eastern Barberians), en í því liði tefli m.a japanski fjöllistamaðurinn Koho og rússneski líffræðingurinn Rosei Simkevice.  Alls tóku átján keppendur þátt í mótinu, en keppt var í þriggja manna liðum.  Tefldar voru fimm umferðir þar sem umhugsunartíminn var 15. mínútur á Víkingaskákina.

Lokastaðan:

1. Skákfélag Vinjar 14½ vinningur af 15 mögulegum
2. Víkingaklúbburinn 10½ v.
3. Forgjafarklúbburinn 9 v.
4. Eastern Barberians 7 v.
5. Skákklúbburinn Ó.S.K 4 v.

Besti árangur á hverju borði:

1. borð:  Ingi Tandri Traustason(Vin) 5. v af 5
2. borð:  Stefán Þór Sigurjónsson (Vin) 5 v.
3. borð:  Bjarni Sæmundsson (Vin) 4.5 v

Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn: Halldór Ólafsson, Sigurður Ingason & Þröstur Þórsson.
Ó.S.K:  Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Þorbjörg Sigfúsdóttir & Ásrún Bjarnadóttir
Forgjafarklúbburinn: Tómas Björnsson, Gunnar Fr. Rúnarsson, Halldór Pállson & Hörður Garðarsson
Vin: Ingi Tandri Traustason, Stefán Þór Sigurjónsson og Bjarni Sæmundsson
Eastern Barberians:  Ólafur B. Þórsson, Koho & Rosie Simkedice

1.umf
    Forgjafarklúbburinn -Víkingaklúbburinn 1-2
    Ó.S.K-Vin 3-0
    Eastern Barberians sat yfir

    2.umf

    Vin-Fjorgjafarklúbburinn 3-0
    Eastern Barberians-Ó.S.K 2-1
    Víkingaklúbburinn sat yfir

    3.umf

    Forgjafaklúbburinn-Eastern Barberians 2-1
    Víkingaklúbburinn-Vin 0.5-2.5
    Ó.S.K sat yfir

    4.umf

    Eastern Barberians-Víkingaklúbburinn 1-2
    Ó.S.K-Forgjafarklúbburinn 0-3
    Vin sat yfir

    5.umf

    Víkingaklúbburinn-Ó.S.K 3-0
    Vin-Eastern Barberians 3-0
    Forgjafarklúbburinn sat yfir




























    No comments:

    Post a Comment