Sunday, November 16, 2014

Fréttir frá Póllandi

Það hefur verið gaman að kynnast pólskum vinum okkar, en lykillinn að tvöföldum sigri Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélaga tvö síðustu ár var hin pólska innrás.  Þeir félagar Marcin Dziuba og  Grzegorz Gajewski komu hingað á síðasta ári og Gajewski kom svo aftur í vor ásamt Luis Galego, þegar Víkingaklúbburinn varði titilinn.  Það hefur verið fróðlegt að kynnast atvinnumönnum eins og Grzegors og Marcin og hversu agaðir atvinnumenn þeir eru.  Það ætti því ekki að koma á óvart að Gajewski er þessa dagana að aðstoða Anand í heimsmeistaraeinvíginu við Magnús Carlsen, sjá frétt hér:

Marcin Dziuba kom svo til Íslands núna í haust til að tefla með Víkingum, en þetta er fjórða ferðinn hans hingað til lands.  Marcin er ótrúlegur snillingur og gaman að kynnast honum betur og hinum frábæra pólska skákskóla.  Að sjálfsögðu fórum við með snillinginn "gullna hringinn" í haust.








No comments:

Post a Comment