Víkingaklúbburinn tók í fyrsta skipti þátt í Íslandsmóti unglingasveita sem fram fór í Garðabæ síðustu helgi. Tólf krakkar tefldu með þrem sveitum félagsins, en A sveit félagsins náði í 18. sæti í kepnninni. Allir þátttakendur stóðu sig með mikilli prýði, en stærsti sigur okkar félags var að mæta til leiks, en í fyrra náðum við ekki að senda sveit. Til gamans má geta þess að á síðasta ári sendum við fjórar sveitir á Íslandsmót skákfélaga í fullorðinsflokki, en enga sveit í unglingamótið, en í ár vorum við með þrjár sveitir í fullorðinsmótinu og þrjár í unglingaflokki.
Mótið var frábært í alla staði, en það hefði mátt vera kaffi og veitingaaðstaða fyrir keppendur, liðstjóra og foreldra. Jón Hreiðar Rúnarsson var með besta árangur Víkinga 4.5 af 7 á 1. borði í a-sveit. Eftir 3-4 ár geta Víkingar stefnt á að vera í toppbaráttu á mótinu, en þangað til er skemmtilegt uppbyggingastarf framundan.
Frétt af mótinu hér:
Chess result hér:
Myndaalbúm hér:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment