Sunday, November 16, 2014

Unglingaæfingar Víkingaklúbbsins

Unglingaæfingar Víkingaklúbbsins hafa gengið vel í vetur.  Smátt og smátt er starfsemin að aukast og félagsmönnum að fjölga.  Æfingar hafa verið í Víkinni í vetur á miðvikudögum, en einnig er nýtt verkefni í Grafarholti á þriðjudögum, þar sem nokkrir nemendur klúbbsins stunda nám í Ingunnarskóla.  Svo er það þriðji hópurinn undir stjórn Stefáns Þórs Sigurjónssonar kennara í Hafnarfirði, en þéttur hópur stráka sem fæddir eru 2003 eru nú gengnir í félagið.  Mörg skemmtileg verkefni eru framundan, meðal annars Íslandsmót barnaskólasveita og Jólamót Víkingaklúbbsins 10. desember í Víkinni.









No comments:

Post a Comment