Monday, March 14, 2016

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins 2016

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 23. mars. Tefldar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Keppt verður þrem flokkum: Flokki fæddra 2000-2005, flokki fæddra 2006-7 og flokki fæddra 2008 og yngri (flokkaskipting er í vinnslu).

Allir fá páskaegg fyrir framistöðu sína og  þátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaæfingar Víkingaklúbbsins verða vikulega á miðvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauðsynlegt er að skrá sig (nafn og fæðingarár) til að tryggja þátttöku.

Skráning á mótið fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)

Heimilisfang hér:

Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík



No comments:

Post a Comment