Thursday, March 3, 2016

Sindri Snær Kristófersson og Benedikt Briem unnu sér sæti á úrslitum Barnablitz 2016

Síðustu tvö úrtökumót af fjórum fyrir Reykjavík Barna Blitz fóru fram í gær miðvikudaginn 2. mars.  Annað mótið hélt Fjölnir og hitt fór fram í Víkinni.  Alls tóku 14. keppendur þátt í mótinu hjá V'ikingaklúbbnum.

Sindri Snær Kristófersson sigrað á mótinu, gerði aðeins eitt jafntefli við Benedikt Briem í 2. umferð.  Í öðru sæti kom Benedikt Briem sem átti gott mót og endaði með 5. vinninga af sex mögulegum (tvö jafntefli).  Þriðji varð svo Stefán Orri Davíðsson, sem er nú fyrsti varamaður inn í úrslitin, því óvíst er hvort Benedikt Briem geti tekið þátt í úrslitumum í Hörpunni.  Stefán leiddi mótið lengst af, en tapaði í hörkuspennandi úrslitaskák í næstsíðustu umferð fyrir Sindra Snæ.  Í yngri flokki, krakka sem fædd eru 2008 og síðar sigraði Bjartur Þórisson (fæddur 2009) eftir bráðabanaskák við félaga sinn Einar Dag (2009).  Bergþóra Helga (2008) náði svo bronzinu í yngri flokki eftir bráðabanaskák við hin bráðefnilega Jósef Omarsson (2011).

Skákstjórar á mótinu voru Gunnar Fr. Rúnarsson, Sigurður Ingason og Lenka Ptacnikova. Telfdar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.

Barnaæfingar Víkingaklúbbsins eru alla miðvikudaga í vetur frá kl: 17.15-18.30.  Allir ungir skákmenn eru velkomnir að vera með og æfingarnar eru ókeypis.  Næsti viðburður Víkingaklúbbsins er hið árlega Páskaeggjamót, sem haldið verður á æfingartíma miðvikudaginn 16. mars kl 17.00-19.00.   

Úrslit:

1  Sindri Snær Kristófersson 5.5 af 6   
2  Benedikt Briem 5    
3 Stefán Orri Davíðsson 4.5
4 Benedikt Þórisson 4
5 Batel Mirion 3.5
6 Bjartur Þórisson 3
7 Einar Dagur 3
8 Jóhann Fróði Ásgeirsson 3
9 Adam Omarsson 3
10 Bergþóra Helga Gunarsdóttir 3
11 Jósef Omarsson 3
12 Gunnar Páll 2
13 Mikael Isaksson 1
14 Jóel Freyr 1












No comments:

Post a Comment