Tuesday, March 29, 2016

Skákæfingar í Ingunnarskóla

Skákæfingar hafa verið haldnar í Ingunnarskóla alla þriðjudaga í vetur frá kl 14.15-16.00. Metþátttaka varð á æfingunni í gær miðvikudaginn 29. mars, en þá mættu 16. krakkar. Slegið var upp móti, en Jökull Ómarsson (2. bekk) hinn bráðefnilegi tók óvænt forustuna snemma í mótinu, með því að leggja Guðmund Peng að velli. Eftir 6. umferðir komu þeir jafnir í mark Arnar (5. bekk) og Guðmundur Peng (5. bekk). Þeir teldu svo bráðabanaskák um efsta sætið,  sem Guðmundur vann. Vignir Valur, Jökull og Magnús Hjaltason teldu svo bráðabanaskákir um þriðja sætið, en Magnús varð efstu í þeirri rimmu.













No comments:

Post a Comment