Friday, December 21, 2018

Úrslit á Jólamóti Víkingaklúbbsins yngri flokki.

Jólamótið Víkingaklubbsins (yngri deild) fór fram síðasta miðvikudag. Þetta var jafnframt síðasta æfing fyrir jólafrí. Telfdar voru 7. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma. Óttar Örn sigraði með sjö vinninga. Annar varð Ryan og þriðji Gabríel Sær. Einar Dagur varð efstur Víkinga og Bergþóra Helga efst stúlkna. Skákstjóri á mótinu var Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Úrslit á Chess results hér: 

























Íslandsmótið í Víkingaskák 2018

Íslandsmótið í Víkingaskák var haldið síðasta miðvikudaginn 13. desember á Centrum hótelinu. Átta keppendur mættu og börðust til síðasta Víkings.  Jólamót Víkingaklúbbsins verður svo haldið föstudaginn 26. desember.  Úrslit mótsin urðu þau að Tómas Björnsson og Gunnar Fr. Rúnarsson urðu efstir og jafnir með 6. vinninga af sjö mögulegum.  Í 3-4 sæti urðu Sigurður ingason og Ólafur B. Þórsson.  Skiptu þessi kappar með sér Víkingagullinu, en telfdu svo bráðabana um verðlaunagripina.  Tómast hafði betur gegn Gunnari og Sigurður Ingason hafði betur gegn Ólafi B. Þórssyni.  Telfdar vour sjö umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Lenka Placnikova sigraði í kvennaflokki.  










Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák 2018

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2554) sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór laugardaginn 15. desember í útibúi bankans í Austurstræti. FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2351) varð annar. Ferðafélagarnir og landsliðsmennirnir, Helgi Áss Grétarsson (2574) og Guðmundur Kjartansson (2399) urðu jafnir í 3.-4. sæti.

Myndaniðurstaða fyrir jóhann hjartarson

Sjá nánar á skak.is hér:

Thursday, December 20, 2018

Jólamót Víkingaklúbbsins 2018

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikduaginn 26. des í húsnæði Skáksambands Íslands og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 6. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 6. umferðir í Víkingaskák, þs 6 umferðir 7. mínútur.  Verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum mótunum og þeir sem ætla að tefla einungis Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.00.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.  Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verðlaun fyrir besta liðið.  Þrjú bestu skor gilda.

Sérstök aukaverðlaun fyrir Víkingaskák:  1. sæti:  8000, 2. sæti 6000, 3. sæti 4000, 1. sæti kvenna:  5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000)  1. sæti unglinga 5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000).

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com


Mótið á sér orðið nokkra ára sögu eins og sjá má:

Mótið 2017 hér:
Mótið 2016 hér:
Mótið 2015 hér:
Mótið 2014 hér:
Mótið 2013 hér:
Mótið 2012 hér:
Mótið 2011 hér: 
Mótið 2010 hér:
Mótið 2009 hér:


Monday, December 17, 2018

Jólamót Víkingaklúbbsins 2018

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 19. desember.  Telfdar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótið hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar/unglingar á grunnskólaaldri eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Veitt verða verðlaun fyrir 3. efstu sætin, auk þess sem þrjár efstu stúlkur fá verðlaun.  Einnig eru verðlaun fyrir þrjá efstu félagsmenn í stúlku og drengjaflokki.

Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 11. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor. 
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn), þs þegar sá kassi verður tilbúinn!

Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).