Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2018 fer fram í CenterHotel laugavegi 120 (Gamli Arionbanki við Hlemm), þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20.00. Tefldar verða 8 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Verðlaunaféð skiptist þannig: 1. verðlaun. 10. þúsund 2. verðlaun, 8. þúsund, þriðju verðlaun 6. þúsund. 1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000 þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætið.
Sérstök verðlaun verða fyrir þrjá bestu nýliða.
Núverandi Íslandsmeistari karla er Sveinn Ingi Sveinnson og Lenka Ptacnikova er núverandi Íslandsmeistari kvenna. Skákstjóri á mótinu verður Gunnar Fr. Rúnarsson.
Mótshaldari áskilur sér rétt til að breyta fyrkomulagi mótsins, ef það telst nauðsynlegt, sb tímamörk og fjölda umferða.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment