Saturday, September 29, 2018

Kringluskákmótið 2018, úrslit

Æsispennandi Kringluskákmóti fimmtudaginn 20, september lauk með því að Vignir Vatnar (Sjóvá) og Helgi Áss (Suzuki bílar) urðu efstir og jafnir með 6. vinninga af sjö mögulegum. Vignir varð hlutskarpari eftir stigaútreikning, en það munaði litlu. Jóhann Hjartarson (Íslensk Erfðargreining) þurfti að sleppa síðustu umferð vegna tónleika, en hann hefði mætt Vigni í síðustu umferð. Björn Þorfinnsson (Spútnik) náði þriðja sætinu á sömu reglu, en fimm keppendur deildu 3-8 sæti. Björn varð efstur Víkinga. Gunnar Eric Guðmundsson (Betra Líf) varð efstur pilta 12. ára og yngri og Iðunn Helgadóttir efst stúlkna. Veronika Steinunn (Dýrabær) varð efst kvenna og Einar Dagur Brynjarsson (Sensa) efstur Víkinga 12. ára og yngri. Alls tóku 38 keppendur þátt. Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson og Róbert Lagermann (Le Kock) aðstoðaði. Telfdar voru sjö umferðir með 4 2 umhugsunartíma.

Frétt hér:  
Myndir hér: 
Chess results hér:























No comments:

Post a Comment