Wednesday, September 5, 2018

Kringluskákmótið 2018

Kringluskákmótið 2018 fer fram fimmtudaginn 20 september, og hefst það kl. 17:00. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.  Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is(Guli kassinn)

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 7 umferðir með 4 2 mínútur í umhugsunartíma.  Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. 


1. verðlaun 15.000 kr.
2. verðlaun 10.000 kr. 
3. verðlaun 5000 kr.  


Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2017 og forlátan verðlaunagrip að auki.  Þrjár efstu konur og þrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fædd 2006 og yngri) í stráka og stelpuflokki fá sérstök verðlaun (Verðlaunagrip fyrir efsta sætið og verðlaunapeningur fyrir annað og þriðja sætið). Núverandi Kringlumeistari er Omar Salama, sem telfdi fyrir Sjóvá.   Skákstjórar á mótinu verða Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson. 

Kringlumeistari 2015:  Björn Þorfinnsson
Kringlumeistari 2016:  Ingvar Þór Jóhannesson
Kringlumeistari 2017:  Omar Salama
Úrslit Kringlumótsins 2015 hér
Kringlumóitið 2015, myndaalbúm hér
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér
Úrslit Kringlumótsins 2017 hér

kringlan18

No comments:

Post a Comment